Þórdís Kolbrún ein af þeim áhrifamestu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er ein af 100 áhrifamestu framtíðar leiðtogum heims samkvæmt Apolitical. Er listinn birtur undir yfirskriftinni: „Áhrifamestu ungu stjórnmálamenn heimsins“ (e. The World’s Most Influential Young People in Government).

Er Þórdís Kolbrún sú eina af Norðurlöndunum sem ratar inn á listann.

Á Facebook-síðu sinni segist Þórdís Kolbrún „bæði glöð og stolt af því að vera í þessum hópi, ein á Norðurlöndunum“.

Á listanum eru einstaklingar yngri en 35 ára sem hafa starfað í ríkisstjórnum  og sett mark sitt á stjórnmálin. Er þar bæði um að ræða einstaklinga sem þegar eru þekkt andlit og eins ný andlit.

Þórdís Kolbrún hefur starfað sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra síðan 11. janúar 2017. Hún tók sæti á Alþingi haustið 2016 og starfaði þar áður sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Í mars 2018 var hún kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Listann í heild sinni má sjá hér.

Hér má lesa frétt um málið úr Fréttablaðinu.