Breytt dagsetning miðstjórnarkjörs

Breytt dagsetning miðstjórnarkjörs

Kjörstjórn Varðar hefur ákveðið nýjar dagsetningar fyrir miðstjórnarkjörið, í ljósi þess að framlengja þurfti framboðsfrestinn vegna miðstjórnarkjörsins til kl. 16:00 föstudaginn 30. nóvember 2018.

Miðstjórnarkjörið fer því fram dagana 4. og 5. desember næstkomandi.

Öll þau framboð sem bárust fyrir kl. 16:00 síðastliðinn föstudag hafa verið úrskurðuð gild. Listi yfir frambjóðendur verður ekki birtur fyrr en að framlengdum framboðsfresti liðnum.

Framboðum skal skilað til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll við Háaleitisbraut 1. Framboð telst gilt, ef það berst á þar til gerðu eyðublaði til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af fimm fulltrúum hið fæsta og af ekki fleiri en tíu fulltrúum. Eyðublað fyrir frambjóðendur liggur frammi á skrifstofu Valhallar og er einnig aðgengilegt á xd.is

Vilji frambjóðandi taka þátt í sameiginlegri kynningu skal hann einnig skila inn 200 orða texta um sjálfan sig sem og mynd á tölvutæku formi. Eyðublað vegna viðbótarupplýsinga liggur frammi á skrifstofu Valhallar og er einnig aðgengilegt á xd.is.

Framboð skulu berast til Valhallar eigi síðar en kl. 16.00, föstudaginn 30. nóvember 2018.

Kjörstjórn Varðar hvetur alla sjálfstæðismenn í Reykjavík til að taka þátt.

Kjörstjórn Varðar.