Þórdís Kolbrún fundaði með sjálfstæðismönnum í Ölfusi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fundaði í gærkvöldi með Sjálfstæðismönnum í Sveitarfélaginu Ölfusi. Fundurinn fór fram í Þorlákshöfn.

Á facebook-síðu sinni segir hún:

„Frábær fundur um ýmis mál, gagnlegar umræður og málefnalegar. Þriðji orkupakkinn var töluvert ræddur, sem kom ekki á óvart, skiptir mig máli að fá að heyra í baklandinu og fá tækifæri til að tala við okkar fólk beint – og m.a. leiðrétta misskilning um málið. Svo var komið inn á framtíðina og flokkinn. Áfram gakk.“

Á morgun, laugardaginn 24. nóvember, mun Þórdís Kolbrún verða sérstakur gestur hjá Sjálfstæðismönnum á Akranesi, sjá hér. Sá fundur hefst kl. 10:30 að Kirkjubraut 8 á Akranesi og eru allir velkomnir.