„Það munar um minna“

„Við þekkjum flest stöðuna á húsnæðismarkaði. Skortur og hátt verð ekki síst hér í Reykjavík þar sem sinnuleysi borgaryfirvalda – eða hugmyndafræði skortsins – hefur leitt til óeðlilegra verðhækkana og valdið ungu fólki vandræðum við að eignast sína fyrstu íbúð,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins á facebook síðu sinni í dag, en hún hefur nú í fjórða sinn lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga íbúðarhúsnæði.

„Það munar um minna – eins og ég skrifaði í grein um málið fyrr á árinu,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að afnám stimpilgjalda muni ekki leysa allan vandann en ljóst að hundruð þúsunda króna skattur í formi stimpilgjalds vegna fasteignakaupa er hvorki réttlátur né sanngjarn.

„Hann er einstaklega íþyngjandi og það þekkja einstaklingar sem hafa keypt sér fasteign að hver króna telur fyrstu mánuðina,“ segir Áslaug Arna.

Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.