Áslaug Arna flutti ræðu í breska þing­inu

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, hitti Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á kvennaþingi breska þings­ins sem haldið var sl. fimmtu­dag.

Kvenna­fund­ur­inn var hald­inn að til­efni 100 ára kosn­inga­af­mæl­is breskra kvenna og sóttu fund­inn 120 þing­kon­ur frá 86 lönd­um.

Óskað var eft­ir því að Áslaug Arna myndi flytja loka­ávarp í breska þing­inu í lok dags og ræddi hún þar um þann ár­ang­ur sem Ísland hef­ur náð í jafn­rétt­is­mál­um.

Sjá nánar á mbl.is