Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, hitti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á kvennaþingi breska þingsins sem haldið var sl. fimmtudag.
Kvennafundurinn var haldinn að tilefni 100 ára kosningaafmælis breskra kvenna og sóttu fundinn 120 þingkonur frá 86 löndum.
Óskað var eftir því að Áslaug Arna myndi flytja lokaávarp í breska þinginu í lok dags og ræddi hún þar um þann árangur sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum.