Draumurinn um land leiguliða

Óli Björn Kárason, alþingismaður:

Í gegn­um sög­una hafa marg­ir stjórn­mála­menn átt sér þann draum að hægt sé að breyta lög­máli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Í hvert ein­asta skipti sem stjórn­völd hafa sett verðlags­höft – þak á verð vöru og þjón­ustu – hef­ur það leitt til skorts. Fram­boðið dregst sam­an en eft­ir­spurn eykst. Í of­stjórn­ar­lönd­um sósí­al­ista hef­ur skort­ur­inn verið leyst­ur með biðröðum og skömmt­un­um (en alltaf er séð fyr­ir þörf­um yf­ir­stétt­ar­inn­ar).

Kald­hæðin skil­grein­ing á sósí­al­isma og markaðsbú­skap er ein­föld: Und­ir skipu­lagi sósí­al­ism­ans þarft þú að bíða eft­ir brauðinu. Und­ir skipu­lagi markaðsbú­skap­ar – frjálsr­ar sam­keppni – bíður brauðið eft­ir þér.

Fyr­ir ein­hverja kann það að vera erfitt að sætta sig við að lög­máli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar verður ekki breytt í söl­um Alþing­is með lög­gjöf. Ekki frek­ar en þyngd­ar­lög­mál­inu.

Góður ásetn­ing­ur – al­var­leg­ar af­leiðing­ar

Ekki skal ef­ast um góðan ásetn­ing þeirra sem telja rétt að setja þak á leigu íbúðar­hús­næðis. Með því vilja þeir standa þétt við bakið á þeim sem lak­ast standa. Niðurstaðan verður hins veg­ar þvert á það sem ætl­un­in er að gera:

  • Eig­end­ur leigu­hús­næðis hætta að leigja út, þar sem það svar­ar ekki kostnaði. – Fram­boð dregst sam­an.
  • Fjár­fest­ar verða af­huga því að leggja fé í bygg­ingu leigu­íbúða. – Fram­boð verður minna.
  • Viðhald íbúða í út­leigu sit­ur á hak­an­um. – Gæðum hús­næðis hrak­ar.
  • Há­launa­fólk á leigu­markaði nýt­ur þess að verðþak sé í gildi á sama tíma og lág­launa­fólk á í erfiðleik­um með að finna hent­ug­ar íbúðir. – „Ávinn­ing­ur­inn“ lend­ir frem­ur hjá þeim sem bet­ur eru sett­ir en hjá þeim sem verr standa.
  • Hreyf­an­leiki á hús­næðismarkaði minnk­ar. – Hvat­inn til að eign­ast eigið hús­næði minnk­ar ekki síst hjá þeim sem hæstu tekj­urn­ar hafa.

Hag­fræðinga grein­ir á um margt en þeir eru þó flest­ir sam­mála um eitt: Þak á leigu­verð er af­leit hug­mynd, sem snýst upp í and­hverfu sína; dreg­ur úr gæðum íbúðar­hús­næðis, minnk­ar fram­boð, ýtir und­ir eft­ir­spurn og eyk­ur skort­inn. En þrátt fyr­ir þetta eru þeir enn til sem halda að hægt sé að breyta lög­mál­um fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

Alan Blind­er, hag­fræðipró­fess­or við Princt­on-há­skóla og fyrr­ver­andi efna­hags­ráðgjafi Bills Cl­int­ons og áður aðstoðarseðlabanka­stjóri, hef­ur lík­lega rétt fyr­ir sér í því sem hann kall­ar lög­mál Murp­hys í hag­fræði: Hag­fræðing­ar hafa minnst áhrif á þeim sviðum þar sem þeir hafa mesta þekk­ingu og eru flest­ir sam­stiga. Áhrif hag­fræðinga eru mest þar sem þeir vita minnst og eru ósam­mála um flest.

Gegn­sýrð umræða

Það hef­ur lengi verið draum­ur sam­fé­lags­verk­fræðinga að breyta þjóðfé­lag­inu. Í framtíðar­heimi þeirra heyr­ir sér­eign­ar­stefn­an sög­unni til. All­ir eiga að búa í leigu­hús­næði. Op­in­ber umræða um hús­næðismál er gegn­sýrð af draum­sýn sam­fé­lags­verk­fræðing­anna. Allt miðast við að byggja leigu­hús­næði, koma „skikki“ á leigu­markaðinn, stofna „óhagnaðardrif­in leigu­fé­lög“ (hvað svo sem það nú þýðir – von­andi ekki að reka eigi þau með tapi), og tryggja aðrar fé­lags­leg­ar lausn­ir. Það glitt­ir í rík­is­rekið leigu­fé­lag.

Draum­ur­inn um land leiguliða er mar­tröð al­menn­ings. Í nýrri könn­un Íbúðalána­sjóðs kem­ur fram að aðeins 8% leigj­enda eru á leigu­markaði vegna þess að þeir vilja vera þar og 64% segj­ast leigja af nauðsyn, ekki löng­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Íbúðalána­sjóðs hafa aldrei jafn fáir verið á leigu­markaði af fús­um og frjáls­um vilja.

Hús­næðis­ör­yggi

Að eiga þak yfir höfuðið er ein af grunnþörf­um okk­ar allra. Hús­næðis­ör­yggi skipt­ir því ekki minna máli en að hafa sæmi­lega vinnu. Sam­kvæmt könn­un Íbúðalána­sjóðs segj­ast 85% lands­manna búa við hús­næðis­ör­yggi. Þetta er nokkru hærra hlut­fall en fyr­ir ári – 80%. Nær all­ir hús­næðiseig­end­ur segj­ast búa við ör­yggi en 57% leigj­enda. Þó hef­ur þeim leigj­end­um fjölgað tölu­vert sem segj­ast búa við hús­næðis­ör­yggi eða um 12% frá síðasta ári. Að sama skapi hef­ur þeim leigj­end­um sem ekki búa við hús­næðis­ör­yggi fækkað úr 37% í 29%.

Með öðrum orðum: Staðan á leigu­markaði hef­ur batnað, þótt annað megi halda miðað við op­in­bera umræðu. Þessi staðreynd breyt­ir þó í engu að staða margra er erfið, eft­ir­spurn­arþrýst­ing­ur á leigu­markaði er mik­ill og leigj­end­um hef­ur fjölgað á síðustu árum. Um 16-18% lands­manna 18 ára og eldri eru á leigu­markaði sam­kvæmt könn­um Íbúðalána­sjóðs. Um 35% leigja af ein­stak­ling­um á al­menn­um markaði, 22% leigja af ætt­ingj­um og vin­um, 16% af einka­reknu leigu­fé­lagi, 12% leigj­enda búa á stúd­enta­görðum og 9% í leigu­hús­næði í eigu sveit­ar­fé­lags. Aðrir leigj­end­ur leigja meðal ann­ars af fé­laga­sam­tök­um og vinnu­veit­end­um.

Kjör­orðið er: Leiga, ekki eign

Öll áhersla í op­in­berri umræðu er að mæta eft­ir­spurn eft­ir leigu­hús­næði með því að auka fram­boð á íbúðum til leigu. Minna fer fyr­ir hug­mynd­um um að koma til móts við ósk­ir þeirra sem eru á leigu­markaði: Nær all­ir vilja eign­ast sitt eigið hús­næði og auka ör­yggi sitt og sinna. Aðeins 8% leigj­enda búa í leigu­hús­næði vegna þess að þeir vilja það!

Auðvitað hafa ekki all­ir áhuga á að eign­ast eigið hús­næði. Af ýms­um ástæðum kjósa sum­ir frem­ur að leigja en kaupa og flest­ir leigja ein­hvern tíma á æv­inni, ekki síst á náms­ár­un­um. Hvorki hið op­in­bera né nokk­ur ann­ar hef­ur rétt til þess að neyða þá sem kjósa að leigja til að ráðast í kaup á íbúð. Með sama hætti get­ur eng­inn tekið sér það vald að ákveða að beina ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um inn á leigu­markaðinn þvert gegn vilja þeirra, með fjár­hags­leg­um þving­un­um eða til­bún­um skorti á lóðum og íbúðum. Það er hlut­verk rík­is og sveit­ar­fé­laga að tryggja raun­veru­legt val­frelsi í hús­næðismál­um.

En þrátt fyr­ir skýr­an vilja mik­ils meiri­hluta lands­manna, og þá ekki síst þeirra sem nú eru á leigu­markaði, er verið að ryðja braut leigu­stefnu fé­lags­hyggj­unn­ar. Sam­eig­in­lega fjár­muni borg­ar­anna skal nota til að byggja upp fé­lags­legt íbúðakerfi. Með góðu og illu, fjár­hags­leg­um hvöt­um og þving­un­um, skal al­menn­ingi beint inn á leigu­markaðinn. Kjör­orðið er: Leiga, ekki eign.

Vegna þessa á sér­eign­ar­stefn­an und­ir högg að sækja. Og þess vegna er lítið hugað að leiðum til að lækka bygg­ing­ar­kostnað, s.s. með breyt­ing­um á bygg­ing­ar­reglu­gerðum, lækka marg­vís­leg gjöld sveit­ar­fé­laga, breyta lög­um um neyt­endalán eða beita nýj­um aðferðum við að aðstoða fólk að eign­ast eigið hús­næði.

Andúðin á sér­eign­ar­stefn­unni er hug­mynda­fræðileg­ur grunn­ur að stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í skipu­lags­mál­um. Nú er það ekki tal­in ein grunn­skylda borg­ar­yf­ir­valda að tryggja nægi­legt fram­boð á bygg­ing­ar­lóðum á hag­stæðu verði. Með lóðaskorti er verið að breyta sam­fé­lag­inu – sam­fé­lags­verk­fræðing­arn­ir hafa tekið völd­in.

Draum­ur­inn um land leiguliðanna kann að vera hand­an við hornið. Kostnaður­inn verður fyrst og síðast bor­inn af millistétt­inni og lág­launa­fólki. Grafið er und­an ann­arri meg­in­stoð eigna­mynd­un­ar launa­fólks – verðmæti eig­in hús­næðis.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. nóvember 2018.