Í hvað stefnir í vinnumarkaðsmálum?

Efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til opins fundar um málefni vinnumarkaðarins og veturinn framundan 7. nóvember nk. frá kl. 20:00-21:30 í Valhöll. Háaleitisbraut 1.

Nú hafa stærstu stéttarfélögin lagt fram sínar kröfur fyrir komandi kjarasamninga og málefni vinnumarkaðarins eru í brennideplinum. Við fáum því til okkar valinkunna einstaklinga sem þekkja málin betur en margir til að segja okkur frá og eiga við okkur samtal um stöðuna og verkefnin framundan.

Gestir fundarins verða:
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands

Fundarstjóri verður Nanna Kristín Tryggvadóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

Facebookviðburð fundarins má finna hér.

Allir velkomnir.