Borgin tekur mest af launafólki…

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Reykja­vík­ur­borg legg­ur hæstu álög­ur á launa­fólk af öll­um sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Borg­in tek­ur nú 14,52% af öll­um laun­um þeirra sem eru bú­sett­ir í Reykja­vík. Til sam­an­b­urðar hafa Seltjarn­ar­nes, Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær og Kjós lægri skatt af laun­um fólks. Öll ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in. Þessi út­svars­skatt­ur leggst á öll laun frá fyrstu krónu, enda greiðir ríkið per­sónu­afslátt­inn. Reykja­vík hef­ur haft út­svarið í há­marki frá ár­inu 2011. Nú í aðdrag­anda kjara­samn­inga hlýt­ur þessi mikla skatt­heimta borg­ar­inn­ar að koma til skoðunar. Kaup­mátt­ur skerðist meira hjá íbú­um borg­ar­inn­ar en öðrum. Kjara­bar­átta snýst um að bæta kaup­mátt. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins munu í næstu viku leggja til í lækk­un í 14,38%. Það er gott fyrsta skref. Kostnaður­inn er um 700 millj­ón­ir króna, eða svipað og viðgerð á bragga og mat­höll við Hlemm. Þetta er þó held­ur lægri fjár­hæð en rekst­ur skrif­stofu borg­ar­stjóra kost­ar á einu ári.

…og legg­ur álög­ur á hús­næði

For­seti ASÍ benti ný­lega á að sveit­ar­fé­lög­in væru í lyk­il­stöðu til að út­hluta lóðum. „Og slá af kröf­um um bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald og gatna­gerðar­gjöld og allt það til að liðka fyr­ir því öll gjöld sem sveit­ar­fé­lög­in leggja á lóðir og ný­bygg­ing­ar skila sér beint inn í verðlagið.“ Því hef­ur verið haldið fram af borg­ar­full­trú­um „meiri­hlut­ans“ að gjöld sem borg­in legg­ur á lóðir og hús­næði skipti ekki máli. Sam­tök iðnaðar­ins, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, VR og nú ASÍ hafa öll bent á að gjöld­in skila sér á end­an­um í hærra verði hús­næðis. Og þar af leiðandi í hærra leigu­verði. Eng­inn einn aðili get­ur gert meira til að vinda ofan af erfiðri stöðu í hús­næðismál­um. Lóðaskort­ur og há gjöld borg­ar­inn­ar hafa bein­lín­is lagst á leigj­end­ur og kaup­end­ur. Það er því ekki nóg með að borg­in taki til sín mest af laun­um íbú­anna. Því til viðbót­ar tals­vert af því sem eft­ir er af laun­un­um í hús­næðis­kostnað fólks vegna ákv­arðana þeirra sem nú stjórna í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. nóvember 2018.