Lífstílstengdir sjúkdómar vaxandi vandamál – fundur í Valhöll

Þriðji fundurinn af fjórum í fundarröð LS fer fram þriðjudagskvöldið 6. nóvember kl. 20:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Hann fjallar um lífstílstengda sjúkdóma. Sjá nánar hér.

Í fundarröðinni hefur þeim spurningum verið varpað fram hvernig við viljum sjá heilbrigðiskerfi okkar og hvernig það eigi að virka og hvernig við getum það aðgengilegt fyrir sjúklinga með það að leiðarljósi að það veiti bestu þjónustuna.

Lífstílstengdir sjúkdómar eru vaxandi vandamál meðal íslensku þjóðarinnar. Sjúkdómar á borð vð offitu, sykursýki 2 og hjartasjúkdóma valda um 86% dauðsfalla í Evrópu. Á fundum verður rætt um mikilvægi forvarna og hvernig megi efla lýðheilsu almennt öllum til bóta.

Framsögumenn verða Tryggvi Þorgeirsson, læknir og stofnandi Sidekick Health og Kristín Heimisdóttir, tannlæknir, lektor við HÍ og stjórnarformaður Lýðheilsusjóðs. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar.

Kristín Heimisdóttir, tannlæknir, lektor og stjórnarformaður Lýðheilsusjóðs.

Fundarstjóri er Kristín Traustadóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarkona í LS.

Allir velkomnir.