Utanríkisráðherra Japans á Íslandi

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók í forföllum utanríkisráðherra á móti Taro Kono, utanríkisráðherra Japans þegar hann kom til Íslands í opinbera heimsókn 18.-19. október. Taro Kono lýsti því yfir við það tækifæri að hann væri fyrstur utanríkisráðherra Japans til að heimsækja Ísland. Ræddu ráðherrarnir ánægjuleg pólitísk, efnahagsleg og menningarleg samskipti þjóðanna, þar á meðal á vettvangi Norðurskautsráðsins.

Fréttin er fengin af vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.