Sjálfbærni leiðarljós í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu

Sjálfbærni verður leiðarljós í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem hefst á næsta ári og málefni hafsins, loftslagsmál og vistvænar lausnir í orkumálum og lífshættir íbúa norðurskautsins verða meðal áhersluatriða Íslands á formennskutímanum. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, sem hélt lokaræðu Hringborðs norðurslóða sem haldið var hér á landi í sjötta skipti og lauk nú síðdegis.

Sjá nánar hér.