Utanríkisráðherrar Íslands og Danmerkur funduðu í Kaupmannahöfn

Formennska Íslands í norrænni samvinnu og Norðurskautsráðinu, Brexit og tvíhliða samskipti voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkisráðherra og Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn í gær. Utanríkisráðherra kynnti sér jafnframt fyrirkomulag danskrar þróunarsamvinnu með þátttöku atvinnulífsins og sótti viðburði í tilefni fullveldisafmælis Íslands.

Nánar má lesa um málið hér.