„Þar er nýsköpun algjört lykilatriði“

„Íslend­ingar þurfa að finna lausnir og hug­myndir að því hvernig sé hægt að gera vel­ferð­ar­kerfin okkar skil­virk­ari, not­enda­vænni og ódýr­ari svo það sé ger­legt fyrir Íslend­inga að við­halda þeim án þess að öll aukin verð­mæta­sköpun fari í að greiða fyrir þau. Þar er nýsköpun algjört lykilatriði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson í sjón­varps­þætt­inum 21 á Kjarnanum sem frum­sýndur var 10. október sl.

„Við erum í dag fimm manns að vinna á hvern eldri borg­ara, svona um það bil. Innan ekki svo langs tíma þá erum við komin niður í kannski tvo. Á sama tíma erum við með heil­brigð­is­kerfi sem ríkir póli­tísk sátt um að eigi að vera opið fyrir alla. Við erum búin að segja að það sé óháð efna­hag og öðru, þú átt aðgang hér að heil­brigð­is­kerf­inu. Þetta heil­brigð­is­kerfi okkar verður bara dýr­ara og dýr­ara.“

Í þessu samhengi sagði ráðherra nauðsynlegt að fjárfesta í fólki til að leysa þessar áskoranir með opinbera kerfinu.

„Þá þurfum við að fá fólk þarna úti til að koma með allar þessar lausnir og hug­myndir að því hvernig við getum gert þetta kerfi skil­virkara, betra fyrir fólk sem þarf að nota það og ódýr­ara þannig að það sé okkur ger­legt, að það fari ekki bara öll aukin verð­mæta­sköpun sem við erum að reyna að búa til, að það fari ekki bara allt inn í vel­ferð­ar­kerfið sem okkur er mjög umhugað um að halda. Í þessu er nýsköpun algjört lyk­il­at­riði og mér finnst að við eigum að fara að leggja miklu meiri áherslu á það,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Í þættinum ræddi ráðherra um þriðja orkupakka ESB, nýsköpunarstefnu og almennt um nýsköpun.

Þáttinn í heild sinni má finna hér.