Lög um fiskeldi samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingu á lögum um fiskeldi – sjá eldri frétt hér.

Með lögunum er ráðherra nú heimilt að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi, m.a. á grundvelli úrskurðar stjórnsýslunefnda, en þó einungis að því gefnu að ríkar ástæður mæli með slíku og að fenginni umsögn Matvælastofnunar.

Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum án mótatkvæða, en 6 þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Hér má finna upplýsingar um feril málsins á Alþingi.

Hér má sjá lögin í heild.

Hér má sjá frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um málið.