Frelsi og fjölbreytni í skólastarfi

Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, stendur fyrir opnum fundi um frelsi og val í skólamálum á miðvikudaginn kemur, 3. október, kl. 20:00, í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum munu þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks flytja erindi um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskólum borgarinnar óháð rekstrarformi. Þá mun Illugi Gunnarsson fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra fjalla um fjölbreytni í rekstri sem lykil að framförum.

Í greinargerð með tillögum borgarstjórnarflokksins um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskólum segir m.a. „víða í Evrópu er að finna sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla. Þessir skólar eru almennt litrík viðbót við skólaflóru hvers lands. Þeir hafa gjarnan kynnt til leiks nýstárlega hugmyndafræði og nýjar framsæknar skólastefnur. Þeir hafa veitt foreldrum fleiri valkosti og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.“

Þá segir enn fremur í greinargerð að það sé réttlætismál að tryggja jöfn opinber framlög með hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi þess skóla sem barni sé valið: „Þannig kæmust sjálfstætt starfandi grunnskólar hjá innheimtu skólagjalda – og þannig mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þeirrar menntunar og frístundaiðkunar sem þeim býðst í Reykjavík, því efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við val á grunnskóla“

Hér má skrá sig á viðburð Hvatar á Facebook