Auglýst er eftir framboðum í upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins auglýsir eftir framboðum í upplýsinga- og fræðslunefnd flokksins.

Upplýsinga- og fræðslunefnd hefur umsjón með kynningarmálum, stefnumótun og tillögugerð á sviði upplýsinga og fræðslumála. Nefndin vinnur að tillögum og áætlunargerð á sviði fræðslumála og upplýsingamála, jafn innan flokksins sem á almennum vettvangi. Frekari upplýsingar um störf nefndarinnar er hægt að nálgast í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins og eru áhugasamir eindregið hvattir til að kynna sér þær.

Miðstjórn kýs fimm einstaklinga í nefndina, formann og fjóra meðstjórnendur, til tveggja ára í senn.

Flokksmenn allir eru hvattir til að gefa kost á sér í nefndina en framboðum er hægt að koma á framfæri með því að senda tölvupóst á xd@xd.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 20. september.

Kveðja,
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins