Jón Karl Ólafsson kjörinn formaður Varðar
Jón Karl Ólafsson var rétt í þessu kjörinn formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi fulltrúaráðsins sem fram fór í kvöld. Fráfarandi formaður, Gísli Kr. Björnsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í lok fundar þakkað fyrir velunnin störf.
Auk Jón Karls voru þau Pétur Andri Pétursson Dam, Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, Einar Hjálmar Jónsson, Einar Sigurðsson, Elín Engilbertsdóttir, Gunnar Páll Pálsson og Matthildur Skúladóttir kjörin í stjórn Varðar.