„Við eigum öll að geta fundið okkur stað í tilverunni í Reykjavík“

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

„Við eig­um öll að geta fundið okk­ur stað í til­ver­unni í Reykja­vík“ Þannig er yf­ir­skrift sam­komu­lags þeirra fjög­urra flokka sem eru við völd í borg­inni. Marg­ir hafa misst sinn stað á síðustu árum. Jafn­vel í bók­staf­legri merk­ingu. Heim­il­is­laus­um hef­ur fjölgað á síðustu árum á sama tíma og leigu­verð hef­ur snar­hækkað. Utang­arðsfólki hef­ur fjölgað um 95% frá 2012-2017. „Við eig­um öll að geta fundið okk­ur stað í til­ver­unni í Reykja­vík“. Ungt fólk dvel­ur leng­ur heima en það kýs. Aldrei hafa fleiri flutt annað í góðæri. Eng­in þétt­ing íbúa­byggðar hef­ur átt sér stað í reynd þar sem Reyk­vík­ing­ar flytja í önn­ur sveit­ar­fé­lög vegna hús­næðis­verðs.

Má ekki benda á það sem er að?

Í rík­is­út­varp­inu tal­ar borg­ar­stjóri um; „upp­hlaup eða hávaði eða óróa“ okk­ar í stjórn­ar­and­stöðunni sem höf­um bent á þenn­an brýna vanda og seg­ir að umræðan snú­ist um „ein­hver forms­atriði og svona týpísk­ar lýðskrum­sleg­ar upp­hróp­an­ir“. Hvað mein­ar borg­ar­stjóri með því? Er staða hús­næðis­lausra forms­atriði? Eru til­lög­ur um úrræði fyr­ir hús­næðis­lausa „lýðskrum­sleg­ar upp­hróp­an­ir“? Eða er óþarfi, að hans mati, að ræða um mál­efni hús­næðis­lausra? Er það bara „upp­hlaup“? Til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins um að skipu­leggja hús­næði á hag­stæðum svæðum er mál­efna­legt inn­legg sem var lagt fyr­ir fyrsta fund borg­ar­stjórn­ar. Hvort flokk­ast slík til­laga um að þúsund­ir íbúða á hag­stæðum og skyn­sam­leg­um svæðum und­ir „forms­atriði“ eða „svona týpísk­ar lýðskrum­leg­ar upp­hróp­an­ir“ að mati borg­ar­stjór­ans?

Hvað um skóla­mál­in?

Í vor var for­eldr­um barna í borg­inni lofað leik­skóla­pláss­um frá 12 mánaða, en samt fá ekki öll 18 mánaða börn pláss. Hvernig rím­ar þetta? Mann­ekla er á frí­stunda­heim­il­um borg­ar­inn­ar en fólki sagt að „ástandið hafi batnað“. Það er ekki góð lenska að bæta böl með því að benda á annað verra.For­eldr­um 18 mánaða barna var lofað leik­skóla­plássi árið 2002 sama ár og Dag­ur B. Eggerts­son tók sæti í borg­ar­stjórn. Síðan eru liðin 16 ár. Og nú eru fjög­ur ár framund­an.

Börn hafa mis­mun­andi þarf­ir en ein­mitt þess vegna er sveigj­an­leiki svo mik­il­væg­ur. Og þess vegna eru sjálf­stæðir skól­ar lyk­il­atriði. Koma þarf til móts við þarf­ir barna með sérþarf­ir, líka þau sem skara fram úr. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt á tölvu­öld. Barn sem hef­ur nám í dag út­skrif­ast tutt­ugu árum síðar. Hvernig búum við börn­in okk­ar und­ir árið 2038? Hvernig und­ir­býr borg­in börn­in und­ir þær breyt­ing­ar sem eru fyr­ir­séðar?

Börn af er­lend­um upp­runa eru yfir 10%. Sam­kvæmt PISA er mesti mun­ur í OECD á milli barna á Íslandi. Útkoma þeirra er fjórðungi lak­ari en barna inn­fæddra. Í þessu fær borg­in fal­leikn­um. Já; „við eig­um öll að geta fundið okk­ur stað í til­ver­unni í Reykja­vík“.

Greinin biritist í Morgunblaðinu 6. september 2018.