Skemmtilegast í smíði

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins:

Skólastarf er nú hafið eft­ir sum­ar­leyfi. Fjöl­marg­ir nem­end­ur stigu sín fyrstu skref í grunn­skóla og hófu nám í fyrsta bekk. Nokkr­ir nýir nem­end­ur sem voru að taka þetta stóra skref voru tekn­ir tali í Íslandi í dag á Stöð tvö í vik­unni. Spenn­ing­ur­inn leyndi sér ekki, bros á hverju and­liti og til­hlökk­un fyr­ir nýj­um verk­efn­um. Það sem mér fannst þó áhuga­verðast var það hverju börn­in voru spennt­ust fyr­ir að byrja læra í skól­an­um. Smíði, heim­il­is­fræði og að læra að hekla var það sem börn­in nefndu sér­stak­lega (saga og danska er kannski ekki það sem börn­in nefna fyrst við 6 ára ald­ur.)

Þetta leiddi þó hug­ann að því hvernig iðnnámi er gert und­ir höfði í grunn­skóla­göngu barn­anna okk­ar. Fjöldi barna tel­ur iðngrein­ar bæði áhuga­verðar og skemmti­leg­ar. Að grunn­skóla­göngu lok­inni er það þó bók­námið sem dreg­ur þau að sér. Það er meðal ann­ars vegna þess að við höf­um ýtt und­ir bók­námið en van­rækt iðnnámið um langa hríð. Hér á landi er mik­il eft­ir­spurn eft­ir iðnmenntuðu fólki, en við eigum langt í land hvað varðar ásókn í iðnnám. Við þurf­um að gera iðnnámi hærra und­ir höfði strax á fyrstu árum skóla­göng­unn­ar og leggja meiri áherslu á hag­nýtni verk­legra greina.

Í lög­um um grunn­skóla er kveðið á um leggja skuli áherslu á jafn­vægi milli bók­legs og verk­legs náms inn­an grunn­skól­anna. Ein­hvern veg­inn virðist þó vera að þar, líkt og ann­ars staðar í kerf­inu, sé megin­áhersl­an á bók­lega námið. Það eru eng­ar skyndi­lausn­ir sem virka til að efla iðnnám í land­inu, held­ur þarf að skoða öll stig sam­fé­lags­ins og kerfis­ins. Þar skipt­ir grunn­skól­inn höfuðmáli, hvernig við leggj­um áherslu á nám yngstu nem­enda og hvernig sú þróun er fram að út­skrift nem­enda í 10. bekk.

Þegar tækn­in tek­ur stöðugum fram­förum og það verður enn meiri áskor­un fyr­ir at­vinnu­lífið að halda sam­keppn­is­hæfni sinni verður at­vinnu­lífið að eiga kost á fleiri iðn- og tækni­menntuðum einstaklingum. Iðnnám er ein grunnstoð afkastamik­ils og öfl­ugs at­vinnu­lífs og ekki síst þegar horft er fram á þær breyt­ing­ar sem nú þegar eru hafn­ar og framund­an eru á vinnu­markaði. Skort­ur á iðnmenntuðu fólki er orðinn hamlandi fyr­ir starf­semi fjölda fyr­ir­tækja þar sem þörf­in er mik­il fyr­ir fleira fag­menntað fólk.

Að efla iðn-, verk- og starfs­nám er í þágu fjölbreyttara og öfl­ug­ara sam­fé­lags sem á þess kost að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir. Við þurf­um að þora að taka stór skref til að breyta áhersl­um kerfis­ins okk­ar og gera iðnnem­um og iðnnámi jafn hátt und­ir höfði og bók­námi. Það er búið að tala um þetta í mörg ár án þess að gera áþreif­an­leg­ar breyt­ing­ar. Á meðan hef­ur at­vinnu­lífið þró­ast hratt og úr­elt áhersla á mik­il­vægi bók­náms um­fram aðra mennt­un sit­ur eft­ir.

Greinin „Skemmtilegast í smíði” birtist í Morgunblaðinu 1. september 2018