GOLFMÓT LANDSSAMBANDS SJÁLFSTÆÐISKVENNA

Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið fimmtudaginn 23. ágúst á Hamarsvelli í Borgarnesi.

Mjög góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og því mælum við með að fólk skrái sig sem fyrst og gangi frá greiðslu.

Dagskrá:

 • 10:30 – Farið með rútu frá Valhöll í Borganes
 • 13:00 – Mótið hefst
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í höggleik, holu keppni, fyrrverandi landsliðskona í golfi og golfkennari, verður mótsstjóri í ár.
 • Að móti loknu móti höldum við á Hótel Hamar þar sem verður léttur kvöldverður og verðlaunaafhending.
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mun stýra gleði kvöldins.

Að vanda eru vegleg verðlaun í boði fyrir kylfinga:

 • Í punktakeppni sem og höggleik
 • Nándarverðlaun verða á öllum par þrjú brautum vallarins
 • Sjálfsstæðissleggjan fyrir lengsta högg
 • Fugladrottning LS fyrir flesta fugla
 • Að auki verða nokkrir vinningar dregnir út meðal þáttakenda

Skráning í mótið fer fram hér. Skráning telst eingöngu gild hafi mótsgjald, 10.000 kr., verið greitt inn inná reikning Landssambands sjálfstæðisvenna  Reikningsnúmer: 0334-26-002150 kt: 571078-0159. Loka dagur skráningar er 20. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Golfnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna