Þversagnir um frelsi fjölmiðla og ríkisrekstur

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Flest­ir ef ekki all­ir segj­ast styðja frjálsa fjöl­miðlun. Þeir eru að minnsta kosti fáir stjórn­mála­menn­irn­ir sem ekki hafa strengt þess heit að standa vörð um frelsi fjöl­miðla – lagt áherslu á að frjáls fjöl­miðlun sé ein grunnstoð frels­is og lýðræðis. Þeir eru hins veg­ar í minni­hluta sem benda á þá mót­sögn sem felst í því að berj­ast fyr­ir sjálf­stæðum fjöl­miðlum og standa vörð um rík­is­rekna miðlun frétta og upplýs­inga.

Í gegn­um árin hef­ur verið áhuga­vert að fylgj­ast með umræðum á Alþingi um stöðu fjöl­miðla og ekki síst umræðum um fjár­lög og Rík­is­út­varpið. Af og til er lýst yfir áhyggj­um af stöðu frjálsra fjöl­miðla, en þær áhyggj­ur hafa aldrei rofið skarð í varn­ar­múr­inn sem byggður hef­ur verið um rík­is­rekst­ur fjölmiðla. Fáar ef nokkr­ar stofn­an­ir eru kær­ari í hug­um meiri­hluta þing­manna en Rík­is­út­varpið.

Rík­is­út­varpið hef­ur notið þess að vera í mjúk­um og hlýj­um faðmi stjórn­mála­manna. Á sama tíma og frjáls­ir fjöl­miðlar berj­ast flest­ir í bökk­um hef­ur fjár­hags­leg­ur hag­ur Rík­is­út­varps­ins stöðugt vænkast og dag­skrár­valdið orðið öfl­ugra. Nú er svo komið að fáir stjórn­mála­menn treysta sér að fara gegn ægi­valdi rík­is­rek­inn­ar fjöl­miðlun­ar. Þess vegna er leik­regl­un­um ekki breytt til að jafna stöðuna. Stjórn­mála­maður sem berst fyr­ir breyt­ing­um veit hversu auðvelt það er að taka gagn­rýn­end­ur út af sakra­ment­inu og tak­marka aðgang þeirra að ljósvaka rík­is­ins.

Lista­menn og sjálf­stæðir dag­skrár- og kvik­mynda­gerðar­menn, sem öðrum frem­ur ættu að vera gagnrýn­end­ur valds­ins, hafa flest­ir valið þögn­ina eða tekið varðstöðu með rík­is­rekstr­in­um. Vel­vilji í Efstaleiti get­ur skipt sköp­um fyr­ir þá sem þurfa að koma verk­um sín­um á fram­færi. Þá er best að styggja ekki valdið.

Af­leiðing þessa alls er lít­il umræða og sinnu­leysi gagn­vart því hvort þeim gríðarlegu fjár­mun­um sem eiga að renna á hverju ári til að efla list­ir og menn­ingu sé vel varið. Þó eru helstu rök­in fyr­ir til­vist Ríkis­út­varps­ins mik­il­vægt hlut­verk þess að styðja við sögu lands og þjóðar, menn­ingu og list­ir. Þegar póli­tíska mark­miðið er fyrst og síðast að tryggja öfl­uga skjald­borg um Efsta­leiti, skipt­ir meðferð þeirra millj­arða sem skatt­greiðend­ur láta af hendi á hverju ári ekki mestu.

Strand­högg rík­is­ins

Um það verður ekki deilt að staða Rík­is­út­varps­ins er sterk. Á liðnu ári fékk stofn­un­in liðlega 4,1 milljarð króna frá skatt­greiðend­um í formi út­varps­gjalds og 2,3 millj­arða í tekj­ur af aug­lýs­ing­um. Heild­ar­tekj­ur voru því rúm­lega 6,4 millj­arðar króna.

Á sama tíma og fjár­hags­leg­ur styrk­ur Rík­is­út­varps­ins hef­ur auk­ist hef­ur staða sjálf­stæðra fjöl­miðla verið að veikj­ast. Hækk­un virðis­auka­skatts á áskrift­ir blaða og tíma­rita úr 7% í 11% í árs­byrj­un 2015 var þungt högg – ég hef líkt hækk­un­inni við strand­högg rík­is­ins í rekst­ur frjálsra fjöl­miðla. Lögþvingaðar áskrift­ar­tekj­ur – út­varps­gjald – Rík­is­út­varps­ins – bera ekki virðis­auka. Eng­inn get­ur sagt upp áskrift að rík­is­rek­inni fjöl­miðlun, en all­ir eru frjáls­ir að eiga viðskipti við einka­rekna fjöl­miðla.

Á sama tíma og sam­keppn­is­staðan var skekkt enn frek­ar með skatt­lagn­ingu áskrifta hafa sjálf­stæðir fjöl­miðlar þurft að glíma við aukna sam­keppni við er­lenda aðila; Face­book, Google og aðrir net- og sam­fé­lags­miðlar sækja inn á aug­lýs­inga­markaðinn.

Frjáls fjöl­miðlun á Íslandi stend­ur höll­um fæti. Frammi fyr­ir for­rétt­ind­um rík­is­rek­ins fjöl­miðils og afli alþjóðlegra stór­fyr­ir­tækja mega sjálf­stæðir ís­lensk­ir fjöl­miðlar sín lít­ils. Ekki síst þess vegna hef ég dáðst að þeim ein­stak­ling­um sem hafa haslað sér völl í fjöl­miðlun og lagt allt sitt und­ir í ójöfn­um leik. Skipt­ir engu þótt mér falli ekki allt í geð sem þar er gert. Frjáls­ir fjöl­miðlar eru for­senda op­inn­ar lýðræðis­legr­ar umræðu og veita nauðsyn­legt aðhald stjórn­völd­um, at­vinnu­líf­inu og helstu stofn­num sam­fé­lags­ins.

Leik­regl­urn­ar eru órétt­lát­ar

Á síðustu dög­um hafa for­ráðamenn sjálf­stæðra ljósvakamiðla komið fram og gagn­rýnt Rík­is­út­varpið fyr­ir að nýta sér yf­ir­burðastöðu á markaði með því að „ryk­suga upp“ allt aug­lýs­inga­fé í tengsl­um við HM í knatt­spyrnu. Útvarps­stjóri hef­ur svarað og haldið því fram að farið sé að öll­um leik­regl­um. Engin ástæða er til að ef­ast um staðhæf­ingu út­varps­stjóra. Vand­inn er sá að leik­regl­urn­ar eru óréttlát­ar – hygla þeim sterka sem lif­ir góðu lífi í krafti lög­verndaðrar stöðu á meðan aðrir þurfa að sætta sig við brauðmola sem falla af borði for­rétt­inda.

Í stað þess að ráðast að rót vand­ans – sem er for­rétt­indi rík­is­rek­inn­ar fjöl­miðlun­ar – virðast stjórnvöld frem­ur ætla að velja flókið kerfi milli­færslna og rík­is­styrkja (þrátt fyr­ir öm­ur­lega reynslu okk­ar Íslend­inga). Í Morg­un­blaðinu síðastliðinn mánu­dag er haft eft­ir mennta­málaráðherra að verið sé að skoða stofn­un fjöl­miðlasjóðs sem styrki gerð menn­ing­ar- og frétta­efn­is, blaðamanna­sjóðs sem styrki rann­sókn­ar­verk­efni óháð miðlum og dreif­býl­is­sjóðs fyr­ir miðla í dreif­býli. Þá kem­ur einnig til greina að inn­leiða þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­styrki og beina rekstr­ar­styrki.

Gal­in hug­mynd

Fátt er hættu­legra fyr­ir frjálsa fjöl­miðlun en að vera háð op­in­ber­um styrkj­um og nefnd­um á veg­um hins op­in­bera sem skammta úr hnefa fjár­muni til að standa und­ir ein­stök­um þátt­um í rekstr­in­um. Fjöl­miðlun sem er háð hinu op­in­bera með bein­um hætti verður aldrei frjáls nema í orði.

Ég hef ekki lagt það í vana minn að nota stór­yrði en nauðsyn brýt­ur regl­una. Það er gal­in hug­mynd að reyna að stuðla að frjálsri og óháðri fjöl­miðlun með um­fangs­mikl­um milli­færsl­um og rík­is­styrkj­um. Verst er að með milli­færsl­um og styrkj­um er í raun verið að rétt­læta rang­lætið á fjöl­miðlamarkaði og kom­ast þannig hjá því að fjar­læga meinið sjálft.

Und­ir lok síðasta árs vakti ég, einu sinni sem oft­ar, at­hygli á erfiðri stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla. Í vikuleg­um pistli hér á síðum Morg­un­blaðsins hélt ég því fram að stjórn­mála­menn ættu að plægja jarðveg­inn fyr­ir fjöl­breytta flóru fjöl­miðla enda tryggi ekk­ert bet­ur að rétt­ar upp­lýs­ing­ar séu dregn­ar fram og að ólík sjón­ar­mið fái að heyr­ast. Eng­in töfra­lausn sé til en því miður séu eng­ar lík­ur á því að póli­tísk samstaða ná­ist um að draga ríkið út úr fjöl­miðla- og afþrey­ing­ar­rekstri. Leik­regl­un­um verði því ekki breytt að þessu leyti.

Það er hins veg­ar gleðilegt að mennta­málaráðherra virðist ætla að vinna að því að draga Ríkisútvarpið út af sam­keppn­ismarkaði að einu leyti; sam­keppni um aug­lýs­ing­ar. Auðvitað mun það skipta miklu ef bönd eru sett á rík­is­fyr­ir­tæki á sam­keppn­ismarkaði en það er hægt að jafna leik­inn meira og styðja við sjálf­stæða fjöl­miðla, ýta und­ir fjöl­breyti­leik­ann og byggja und­ir frjálsa miðlun upp­lýs­inga:

„Af­nám virðis­auka­skatts af áskrift­um prent-, ljósvaka- og net­miðla get­ur orðið mik­il­vægt skref í átt að því að styrkja rekst­ur sjálf­stæðra fjöl­miðla. Og um leið leiðrétta – þó ekki sé nema að litlu leyti – stöðuna gagn­vart Rík­is­út­varp­inu. Af­nám virðis­auka­skatts­ins væri ekki aðeins viður­kenn­ing á mikilvægi frjálsra fjöl­miðla held­ur einnig yf­ir­lýs­ing um nauðsyn þess að leiðrétta lít­il­lega samkeppnisstöðu á fjöl­miðlamarkaði – gera hana ör­lítið sann­gjarn­ari og heil­brigðari.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. júní 2018