Meirihlutasamstarf með Framsókn í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu starfa saman í meirihluta í Kópavogi á kjörtímabilinu 2018-2022. Kópavogur er 2. stærsta sveitarfélag landsins og er hluti af Suðvesturkjördæmi. Þar bjuggu 35.970 íbúar þann 1. janúar 2018.

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður áfram bæjarstjóri og Birkir Jón Jónsson, oddviti framsóknarmanna, verður formaður bæjarráðs. Margrét Friðriksdóttir af D-lista verður áfram forseti bæjarstjórnar.

Málefnasamningur nýs meirihluta var borinn upp í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í gærkvöldi og samþykktur einróma.

Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fimm talsins og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins einn.

Nánar má sjá um bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hér.