Samstarf við B-lista í Rangárþingi eystra

D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna og B-listi framsóknarmanna og annarra framfarasinna hafa ákveðið að mynda meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings eystra á komandi kjörtímabili.

Rangárþing eystra er 25. stærsta sveitarfélag landsins og er hluti af Suðurkjördæmi. Þar bjuggu 1.798 íbúar þann 1. janúar 2018.

Anton Kári, oddviti D-lista og Lilja, oddviti B-lista

Anton Kári Halldórsson, oddviti D-lista verður sveitarstjóri fyrstu árin og Lilja Einarsdóttir, oddviti B-listans verður oddviti sveitarstjórnar. Skipt verður um embætti að tveimur árum liðnum. Elín Fríða Sigurðardóttir af D-lista verður formaður byggðarráðs.

Málefnasamninginn í heild sinni má finna hér.

Hér má finna nánari upplýsingar um sveitarstjórnarfulltrúa D-listans.