Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð og I-listi Betri Fjallabyggðar undirrituðu málefnasamning um meirihlutasamstarf þann 29. maí sl. Frá þessu greinir fréttasíðan trolli.is.
Oddvitar flokkanna, þær Helga Helgadóttir (D-lista) og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (I-lista), undirrituðu samninginn í ráðhúsi Fjallabyggðar á miðvikudagskvöld eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 44,66% fylgi í nýliðnum kosningum eða þrjá menn kjörna og I-listi Betri Fjallabyggðar hlaut 24,61% atkvæða og tvo menn kjörna. Meirihlutalistarnir hafa því 69,27% fylgi á bak við sig og 5 bæjarfulltrúa af 7.
Í fréttinni kemur fram að málefnasamningurinn verður birtur eftir fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 13. júní.