Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn er langstærasti flokkurinn í Reykjavík eftir nýliðnar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn fékk 30,8% atkvæða í Reykjavík og jók fylgi sitt um 5,1% frá því 2014. Nú fékk flokkurinn 18.146 atkvæði til samanburðar við 14.031 atkvæði fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut því 8 borgarfulltrúa af 23.

Þessi árangur er ekki síst frábær ef skoðaðar eru þær kannanir sem gerðar voru í aðdraganda kosninganna, en almennt var fylgi flokksins spáð mun lakara gengi en raun varð. Gríðarlegur fjöldi kom að kosningabaráttunni í ár, fleiri hundruð manns mættu í Valhöll og aðstoðuð við að hringja í almenna kjósendur og mikill hópur vann daglega í kringum framboðið sem á stóran þátt í þessum árangri.

Með þessu eru borgarbúar að kalla á breytingar í stjórn borgarinnar og áframhaldandi forysta núverandi borgarstjóra fær falleinkunn.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjörtímabilið 2018-2022 eru:

  1. Eyþór Laxdal Arnalds
  2. Hildur Björnsdóttir
  3. Valgerður Sigurðardóttir
  4. Egill Þór Jónsson
  5. Marta Guðjónsdóttir
  6. Katrín Atladóttir
  7. Örn Þórðarson
  8. Björn Gíslason