Með flesta fulltrúa í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í 7 af 21 sveitarfélögum í Norðausturkjördæmi í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Flokkurinn  hlaut alls 18 fulltrúa kjörna í þessum sveitarfélögum sem er sami fjöldi og í kosningunum 2014. Að meðaltali fékk flokkurinn 26,2% atkvæða í þessum sveitarfélögum, til samanburðar við 27,4% árið 2014.

Enginn annar flokkur náði jafn mörgum fulltrúum og Sjálfstæðisflokkurinn, en næstur á eftir honum kemur Framsóknarflokkurinn með 17 fulltrúa og Samfylkingin með 5 fulltrúa.

Akureyri

  • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 11 sem er sami fjöldi og 2014.

Dalvík

  • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 7 sem er sami fjöldi og 2014.

Fjallabyggð

  • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 7 sem er aukning upp á 1 fulltrúa frá því 2014.

Fjarðabyggð

  • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 9 sem er fækkun um 1 fulltrúa frá því 2014.

Seyðisfjörður

  • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 7, sem er fækkun um 1 fulltrúa frá því 2014.

Fljótsdalshérað

  • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 9 sem er aukning upp á 1 fulltrúa frá því 2014

Norðurþing

  • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 9 sem er sami fjöldi og 2014.