Flokkurinn með yfirburði í Suðurkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í 13 af 19 sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Flokkurinn hlaut alls 40 fulltrúa af 93 í þessum sveitarfélögum, en fékk 43 fulltrúa af 98 í kosningunum 2014. Vegna sameiningar í Sandgerði og Garði fækkar heildarfjölda sveitarstjórnarfulltrúa í kjördæminu um 5 milli kosninga.  Að meðaltali fékk flokkurinn 36,8% atkvæða í þessum sveitarfélögum, til samanburðar við 44,5% árið 2014.

Flokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka hvað varðar fjölda kjörinna fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fékk næst flesta kjörna fulltrúa eða 13. Samfylkingin fékk sex fulltrúa og Miðflokkurinn þrjá.

Grindavík

 • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 7 sem er sami fjöldi og 2014.

Hveragerði

 • Flokkurinn hélt hreinum meirihuta, með 4 fulltrúa af 7 fjórða kjörtímabilið í röð.

Hrunamannahreppur

 • Flokkurinn bauð fram í fysta sinn í Hrunnamannahreppi og fékk 2 fulltrúa af 5 með 47,7%.

Rangarþing eystra

 • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 7 sem er aukning uppá 1 fulltrúa frá 2014, en flokkurinn fékk 46,5% atkvæða og jók við sig fylgi um 12,1%.

Rangarþing ytra

 • Flokkurinn fékk 4 fulltrúa af 7 sem er sami fjöldi og 2014 með 62,2% atkvæða sem er besti árangur flokksins á landsvísu.

Reykjanesbær

 • Flokkurinni fékk 3 fulltrúa af 11 sem er fækkun uppá 1 fulltrúa frá 2014.

Sandgerði og Garður

 • Flokkurinni fékk 3 fulltrúa af 9 eða 33% sem sameinað sveitarfélag. Árið 2014 fékk flokkurinn samtals 6 fulltrúa af 14 eða 43% í báðum sveitarfélögum.

Skaftárhreppur

 • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 5 sem er aukning uppá 1 fulltrúa frá 2014 og hreinn meirihluti með 60,52%.

Sveitarfélagið Árborg

 • Flokkurinni fékk 4 fulltrúa af 7 sem er fækkun uppá 1 fulltrúa frá 2014.

Sveitarfélagið Hornafjörður

 • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 7 sem er sami fjöldi og 2014.

Sveitarfélagið Vogar

 • Flokkurinn fékk 2 fulltrúa af 7 sem er sami fjöldi og 2014.

Sveitarfélagið Ölfus

 • Flokkurinn fékk 4 fulltrúa af 7 sem er aukning uppá 2 fulltrúa frá 2014 og hreinn meirihluti.

Vestmannaeyjar

 • Flokkurinn fékk 3 fulltrúa af 7 sem er fækkun uppá 2 fulltrúa frá 2014, en flokkurinn fékk 45,43% þrátt fyrir klofningsframboð.