Bjarni fór víða í gær

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fór víða í gær.

Hann byrjaði í Reykjanesbæ þar sem hann hitti frambjóðendur og gesti og gangandi á kosningamiðstöð flokksins.

Þá heimsótti hann kosningamiðstöðina í Hveragerði og hitti frambjóðendur og stuðningsmenn listans. Næst kom hann við á kosningamiðstöðinni í Árborg og endaði daginn í Hrunamannahreppi á kosningahátíð.