Aslaug Arna

Þar sem hjartað slær

Á ferðalög­um mín­um um landið að und­an­förnu hef ég alls staðar hitt sjálf­stæðis­menn sem eru að ræða við bæj­ar­búa um áhersl­ur sín­ar næstu fjög­ur árin. Þar er á ferðinni öfl­ugt fólk sem skil­ur að það er í okk­ar heima­byggð sem hjartað slær, þar höf­um við fest ræt­ur. Eft­ir viku göng­um við til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga og ráðum framtíð okk­ar nærum­hverf­is. Sveitarstjórn­ar­mál eru þau stjórn­mál sem skipta okk­ur oft mestu í dag­lega líf­inu og við fáum að öllu jöfnu mestu um ráðið.

Það eru þó ekki stjórn­mál­in ein sem gera heima­byggð okk­ar að þeim góða stað sem hann er held­ur er það fólkið í hverju bæj­ar­fé­lagi, frum­kvæði þess, gleði og atorku­semi. Það er verk­efni stjórn­mál­anna að búa til um­gjörðina svo að fólk fái að dafna. Ef um­gjörðin er ekki í lagi finna all­ir fyr­ir því, ein­stak­ling­ar, fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki. Það er þá sem þjón­ust­an verður verri, van­ræksl­an eykst og út­svarið hækk­ar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er flokk­ur með góða sögu í sveit­ar­stjórn­um um allt land, í hverju og einu sveit­ar­fé­lagi, þekkt­ur fyr­ir góða stjórn­sýslu, stefnu­festu og sam­fellu í störf­um. Flokk­ur með öfl­ugt fé­lags­starf og flokk­ur sem fólk treyst­ir til góðra verka í þágu sveit­ar­fé­lags­ins og þeirra sem þar búa. Í þeim sveit­ar­fé­lög­um þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er í meiri­hluta er starf­sem­in í blóma, grunnþjón­ustu við borg­ar­ana er sinnt af ábyrgð og fjár­mál­in eru í góðu jafn­vægi. Það er ekki sjálf­gefið.

Þetta sjá­um við vel í for­ystu­sveit­ar­fé­lög­um víða á lands­byggðinni og um­hverf­is höfuðborgina. Við höf­um sam­an­b­urðinn við önn­ur sveit­ar­fé­lög þar sem aðrir hafa ráðið för – eins og í Reykja­vík þar sem grunnþjón­ust­an er van­rækt og fjár­mál­in lát­in reka á reiðanum en gælu­verk­efn­in og glæru­verk­efn­in ganga fyr­ir.

Á meðan borg­ar­yf­ir­völd í Reykja­vík láta stjórn­kerfið í borg­inni vinna við að viðhalda sjálfu sér láta sjálf­stæðis­menn stjórn­mál­in snú­ast um fólkið eins og sést í þeim sveit­ar­fé­lög­um þar sem sjálf­stæðis­menn eru í meiri­hluta.

Ástæða þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn og hef­ur fengið svo góðan hljóm­grunn hjá kjós­end­um er sú að við kunn­um til verka, við leggj­um áherslu á góða grunnþjón­ustu og um­göng­umst fjár­muni borg­ar­anna af varúð. Þannig rek­um við blóm­lega byggð og búum á sama tíma í hag­inn fyr­ir framtíðina. Það skipt­ir miklu máli hvernig haldið er á mál­um í sveit­ar­fé­lög­un­um.

Það skipt­ir máli að hafa yf­ir­sýn yfir verk­efn­in, næm­an skiln­ing á sam­fé­lag­inu, sýna ráðdeild og for­gangsraða í grunnþjón­ustu. Þannig eiga all­ar byggðir lands­ins tæki­færi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. maí 2018.