90 mínútur með Hildi í Reykjavík

Við ætlum að hitta Hildi Björnsdóttur, sem skipar 2. sæti og ræða málin og fara í siglingu út fyrir Reykjavíkurhöfn. Frábært tækifæri til að kynnast nýrri forystukonu okkar í Reykjavík og fá innsýn inn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í borginni.

Dagskrá:

Við hefjum 90 mínútur á veitingastaðnum Lof, Mýrargötu 31, 101 Reykjavík, fimmtudaginn 17. maí kl.18.00. Þar tökum við á móti ykkur ásamt Hildi og sjálfstæðiskonum á lista. Eftir örlitla hressingu og spjall ætlum við í siglingu um sundin blá í glimrandi gleði. Sigríður Klingenberg verður með í för og ætlar hún að stýra stórskemmtilegu bingói og verða glæsilegir vinningar i boði.

Hildur hefur talað fyrir því að Reykjavík þurfi að mæta þörfum allra sem þar búa. Hún hefur lagt áherslu á að það þarf að leysa samgönguvanda og gera daglegt líf auðveldara óháð því hvar þú býrð eða hvert þú ert að fara. Hún vill sjálfstæðari hverfi, betri skóla, leysa leikskólavandann og hafa borgina okkar hreina og snyrtilega. Hér á vera gott að búa og umhverfismál þurfa að vera sett á oddinn.

 

Kvenframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vilja hitta þig, ræða málin og svara spurningum. Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman.

Skráning á viðburðin er hér