Húsnæði fyrir fólk

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins:

Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar lofaði Sam­fylk­ing­in 3.000 leigu­íbúðum fyr­ir „venju­legt fólk“. Fjór­um árum síðar ból­ar ekk­ert á þeim. Í stað þess að nú séu íbúðir á hag­stæðara verði en fyr­ir fjór­um árum er reynd­in önn­ur.

Hvar eru íbúðirn­ar?

Verðið er 50% hærra. Íbúðirn­ar skiluðu sér ekki á markaðinn. Íbúðirn­ar finn­ast bara í kynn­ing­ar­efni. Búið er að út­hluta fjölda lóða, en þær eru bundn­ar skil­yrðum og hafa ekki verið byggðar. Það skipt­ir litlu máli hverju er lofað en öllu hvað er efnt. Hús­næðis­stefna nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar hef­ur skilað dýr­um og fáum íbúðum. Upp­söfnuð þörf fyr­ir hús­næði hef­ur auk­ist á hverju ári. Í fyrra voru tíu nýir íbú­ar um hverja íbúð í Reykja­vík. Ekki minnkaði markaðsbrest­ur­inn við það.

Borg­in bjó til hús­næðis­skort

Á ráðstefnu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í gær­morg­un kom skýrt fram hvernig taf­ir við skipu­lags­vinnu í Reykja­vík hafa valdið skorti á hús­næðismarkaði. AirBnB hef­ur tekið til sín mikið af íbúðum og hef­ur ráðal­eysi borg­ar­inn­ar leitt til þess að íbú­um í miðborg Reykja­vík­ur hef­ur fækkað mikið á síðustu árum. Skort­ur á nýj­um íbúðum ásamt mik­illi álagn­ingu borg­ar­inn­ar á hús­næði hef­ur hrakið marga úr borg­inni. Ungt fólk er í vax­andi mæli heima hjá for­eldr­um. Bygg­ing­ar­rétt­ur á íbúð get­ur kostað 7-10 millj­ón­ir. Nærri helm­ing­ur kostnaðar við nýja íbúð í Reykja­vík er fólg­inn í gjöld­um borg­ar­inn­ar, vaxta­kostnaði og öðrum gjöld­um. Aðeins helm­ing­ur kostnaðar­ins er hinn eig­in­legi bygg­ing­ar­kostnaður; steypa, lagn­ir og inn­rétt­ing­ar.

Raun­sæj­ar lausn­ir

D-listi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur boðað hag­kvæm­ar hús­næðis­lausn­ir á hag­stæðum svæðum. Spenn­andi hús­næðis­kost­ir í Örfiris­ey við Granda sem henta vel fyr­ir fyrstu kaup munu rísa ef við fáum til þess umboð í kosn­ing­un­um 26. maí. Sama er að segja um Keld­ur þar sem þjón­usta og byggð fara vel sam­an. Við horf­um enn­frem­ur til þess að efla Breiðholtið og þá ekki síst með upp­bygg­ingu við Mjódd sem ligg­ur á frá­bær­um stað í miðju höfuðborg­ar­svæðis­ins með góðar teng­ing­ar. All­ir þess­ir kost­ir munu að sama skapi létta á um­ferð, sem er mjög mik­il í vesturátt á morgn­ana og í aust­ur síðdeg­is. Með því að íbúðarbyggð sé í ná­lægð við vinnustaði minnk­ar álag á vega­kerfið. Þess­ar lausn­ir eru nauðsyn­leg­ar til að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaðnum. Með þessu verður Reykja­vík aft­ur sam­keppn­is­hæf. Það er það sem þarf.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. maí 2018