Elvar Snær Kristjánsson leiðir D-lista Sjálfstæðismanna á Seyðisfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í öðru sætinu er Oddný Björk Daníelsdóttir og Skúli Vignisson í því þriðja.
Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, er í fjórða sætinu, en hún er sú eina af núverandi bæjarfulltrúum flokksins sem skipa efstu sæti listans.
Flokkurinn á þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarfulltrúarnir Svava Lárusdóttir og Margrét Guðjónsdóttir skipa 12. og 13. sæti listans. Í heiðurssætinu er Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður og varabæjarfulltrúi.
Á listanum eru 8 konur og 6 karlar.
Listinn í heild sinni:
- Elvar Snær Kristjánsson
- Oddný Björk Daníelsdóttir
- Skúli Vignisson
- Arnbjörg Sveinsdóttir
- Bergþór Máni Stefánsson
- Dagný Erla Ómarsdóttir
- Sveinbjörn Orri Jóhannsson
- Lilja Finnbogadóttir
- Ragnar Mar Konráðsson
- Sigurveig Gísladóttir
- Íris Dröfn Árnadóttir
- Svava Lárusdóttir
- Margrét Guðjónsdóttir
- Adolf Guðmundsson