Vilja nýjan heilsársveg yfir Kjöl í einkaframkvæmd

„Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hefja undirbúning að endurnýjun vegarins yfir Kjöl sem heilsársvegar með einkaframkvæmd,“ segir í tillögu til þingsályktunar um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi.

Fyrsti flutningsmaður er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Þar segir enn fremur: „Ráðherra hlutist í þessu skyni til um að gerð verði forkönnun á umhverfisáhrifum og samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a. á ferðaþjónustu, byggðaþróun og náttúruvernd. Stefnt verði að því að undirbúningi framkvæmda ljúki fyrir 1. febrúar 2019 og framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi.“

Meðflutningsmenn að tillögunni eru Vilhjálmur Árnason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Þingsályktunartillöguna í heild sinni má finna hér.