Spyr um aðgengi fatlaðs fólks

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurnir til skriflegs svars til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Annarsvegar spyr hann um aðgengi fatlaðs fólks að manngerðu umhverfi ráðuneyta og stofnana á málefnasviði hvers ráðherra sem og aðgengi fatlaðra að upplýsingum og gögnum.

Hins vegar spyr hann hvort í gildi sé stefna eða aðgerðaráætlun í viðkomandi ráðuneyti og stofnunum á málasviði ráðherrans um aðgengi fatlaðs fólks.

Fyrirspurnin er svo hljóðandi í öllum tilvikum:

  1. Hvernig tryggir ráðherra fullnægjandi aðgengi fyrir fatlað fólk að manngerðu umhverfi í ráðuneytinu og stofnunum á málefnasviði ráðherra, sem og að upplýsingum og gögnum?
  2. Er í gildi stefna eða aðgerðaáætlun í ráðuneytinu og stofnunum á málefnasviði ráðherra um aðgengi fatlaðs fólks?