Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri og PhD í erfðafræði, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra sem samþykktur var samhljóða á fjölmennum fundi í kvöld á Hellu.
Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi og MA í alþjóðasamskiptum, er í öðru sætinu. Haraldur Eiríksson, formaður byggðarráðs og fjármálastjóri er í þriðja sætinu og Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar í fjórða sætinu.
Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, skipar 14. sæti listans.
Meðalaldur á listanum er rúmlega 42 ár og hann skipa 8 konur og 6 karlar.
Listinn í heild:
- Ágúst Sigurðsson (1964), sveitarstjóri og PhD í erfðafræði, Kirkjubæ, Rangárvöllum
- Björk Grétarsdóttir (1985), fyrirtækjaráðgjafi og MA í alþjóðasamskiptum, Rjóðri, Holtum
- Haraldur Eiríksson (1962), fjármálastjóri og formaður byggðarráðs, Grásteinsholti, Holtum
- Hjalti Tómasson (1973), starfsmaður þjónustumiðstöðvar, Hellu, Rangárvöllum
- Helga Fjóla Guðnadóttir (1957), starfsmaður Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar, Skarði, Landsveit
- Hugrún Pétursdóttir (1987), háskólanemi, Hellu, Rangárvöllum
- Hrafnhildur Valgarðsdóttir (1971), grunnskólakennari, Hellu, Rangárvöllum
- Sævar Jónsson (1952), húsasmíðameistari og búfræðingur, Snjallsteinshöfða, Landsveit
- Ína Karen Markúsdóttir (1991), háskólanemi, Hellu, Rangárvöllum
- Anna Wojdalowicz (1980), starfsmaður Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar, Hellu, Rangárvöllum
- Sindri Snær Bjarnason (1991), sundlaugarvörður, Hellu, Rangárvöllum
- Dagur Ágústsson (1999), menntaskólanemi, sauðfjárbóndi og formaður félags ungra Sjálfstæðismanna, Kirkjubæ, Rangárvöllum
- Sólrún Helga Guðmundsdóttir (1976), varaoddviti og starfsmaður á markaðsdeild Hótel Rangár, Hellu, Rangárvöllum
- Drífa Hjartardóttir (1950), bóndi, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi sveitarstjóri, Keldum, Rangárvöllum