Mikil og góð stemning við opnun kosningamiðstöðvar á Ísafirði

Kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ var opnuð með pompi og prakt á föstudagskvöldið að Aðalstræti 24 á Ísafirði.

Daníel Jakobsson, oddviti flokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, fluttu ávörp og tónlistarmaðurinn Jónsi sá um að skemmta gestum með gítarspili og söng.

Margt var um manninn en hátt í hundrað manns kíktu í heimsókn og þáðu léttar veitingar. Það var jákvæð stemning í hópnum og bjartsýni fyrir komandi kosningardegi.

Kosningamiðstöðin verður opin frá kl. 16:00 – 18:00 til að byrja með, en nýr opnunartími verður auglýstur eftir fyrstu helgina í maí.