Listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð

Friðbjörg Matthíasdóttir, viðskiptafræðingur, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð fyrir komandi kosningar. Í öðru sæti er Ásgeir Sveinsson, bóndi. Í þriðja sæti er Magnús Jónsson, skipstjóri og í fjórða sætinu er Guðrún Eggertsdóttir, fjármálastjóri.

Bæjarstjóraefni listans er Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála og stjórnsýslufræðingur. Hún hefur verið bæjarstjóri Vesturbyggðar frá árinu 2010.

7 konur og 7 karlar skipa listann.

Listinn í heild:

 1. Friðbjörg Matthíasdóttir, viðskiptafræðingur, Bíldudal.
 2. Ásgeir Sveinsson, bóndi, Patreksfirði.
 3. Magnús Jónsson, skipstjóri, Patreksfirði.
 4. Guðrún Eggertsdóttir, fjármálastjóri, Patreksfirði.
 5. Gísli Ægir Ágústsson, kaupmaður, Bíldudal.
 6. Halldór Traustason, málari, Patreksfirði.
 7. Esther Gunnarsdóttir, rafvirki, Patreksfirði.
 8. Nanna Áslaug Jónsdóttir, bóndi, Barðaströnd.
 9. Valdimar Bernódus Ottósson, svæðisstjóri, Bíldudal.
 10. Mateusz Kozuch, fiskvinnslutæknir, Patreksfirði.
 11. Petrína Helgadóttir, þjónustufulltrúi, Patreksfirði.
 12. Ragna Jenný Friðriksdóttir, kennari, Bíldudal.
 13. Jónas Heiðar Birgisson, viðskiptafræðingur, Patreksfirði.
 14. Zane Kauzena, OPC /fóðrari, Bíldudal.