Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri, leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut D-listinn fjóra bæjarfulltrúa af sjö og gefa þrír af þeim kost á sér áfram til forystu, þau Björn Haraldur Hilmarsson, Júníana Björg Óttarsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson en formaður bæjarráðs síðustu fjögur ár Kristjana Hermannsdóttir tekur 13. sæti listans. Ný inn í efstu fjögur sæti listans er Auður Kjartansdóttir, fjármálastjóri, sem skipar þriðja sætið.
Bæjarstjóraefni D-listans er Kristinn Jónasson núverandi bæjarstjóri í Snæfellsbæ, en Kristinn hefur verið bæjarstjóri þar síðan árið 1998 eða í 20 ár.
8 konur og 6 karlar skipa listann.
Listinn í heild:
- Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri
- Júníana Björg Óttarsdóttir, kaupmaður
- Auður Kjartansdóttir, fjármálastjóri
- Rögnvaldur Ólafsson, skrifstofumaður
- Örvar Már Marteinsson, sjómaður
- Þorbjörg Erla Halldórsdóttir, lögreglukona
- Jón Bjarki Jónatansson, sjómaður
- Þórunn Hilma Svavarsdóttir, bóndi
- Illugi Jens Jónasson, skipstjóri
- Lilja Hrund Jóhannsdóttir, matreiðslumaður
- Þóra Olsen, útgerðarkona
- Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri
- Kristjana Hermannsdóttir, skrifstofumaður
- Margrét Vigfúsdóttir, fyrrverandi afgreiðslustjóri