Skýr utanríkisstefna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins: 

Í liðinni viku skapaðist mik­il umræða um ör­ygg­is- og varn­ar­mál í kjöl­far aðgerða Banda­ríkj­anna, Bretlands og Frakk­lands í Sýr­landi. Eft­ir aðgerðina stóð Ísland ásamt öll­um banda­lags­ríkj­um Atlantshafs­banda­lags­ins að yf­ir­lýs­ingu NATO. Við líkt og aðrar þjóðir sögðum þær skilj­an­leg­ar en ítrekuðum að við teld­um áfram brýnt að ná póli­tískri lausn í mál­efn­um Sýr­lands og að ör­ygg­is­ráð Sameinuðu þjóðanna axlaði ábyrgð. Ein­ung­is þannig er hægt að binda enda á átök­in í Sýr­landi.

Umræðan sem fylgdi í kjöl­farið, m.a. um stöðu Íslands inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins og hvernig ákv­arðanir þar eru tekn­ar, sýndi ákveðna vanþekkingu á ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um með hugmynd­um um að við ætt­um með ein­hverj­um hætti að vera hlut­laus eða ekki með í yf­ir­lýs­ingu banda­lags­ins. Ákvarðanir í banda­lag­inu eru einungis tekn­ar á grund­velli sam­stöðu og orðalagið í yf­ir­lýs­ing­unni tek­ur mið af því. Þannig hafa ákvarðanir í NATO verið tekn­ar frá stofn­un bandalags­ins árið 1949. Annaðhvort eru öll ríki með eða eng­in ákvörðun er tek­in.

Gagn­rýni aðila sner­ist fyrst og fremst um mismunandi stefnu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um; ólíka stefnu flokk­anna í þess­um mál­um, frek­ar en öðrum, þótt ekki komi það nein­um á óvart. Stjórn­arsátt­máli rík­is­stjórn­ar­inn­ar er aft­ur á móti skýr, sem og skila­boð Íslands og ákv­arðanir út á við. Það er það sem skipt­ir máli, ákv­arðanir okk­ar um sam­skipti Íslands við önn­ur lönd og hvaða stöðu við tök­um í alþjóðasam­fé­lag­inu. Þótt stjórnarandstæðing­ar geti velt vöng­um yfir mismun­andi stefnu stjórn­ar­flokk­anna er það nú samt svo að ut­an­rík­is­stefna lands­ins stend­ur föstum fót­um og hef­ur gert lengi.

Það er aug­ljóst að þörf er á dýpri um­fjöll­un um utan­rík­is-, ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Bæði þurfa þau að fá meira rými í þjóðfé­lagsum­ræðunni en einnig á Alþingi. Staðan í alþjóðamál­un­um er oft á tíðum flók­in og það eru ýmis mál sem skipta okk­ur meira máli en áður. Fyr­ir því geta verið ýms­ar ástæður sem við sjá­um ekki alltaf fyr­ir. Það er því mik­il­vægt að virkja sam­tal um þessi mál með meiri og betri hætti en gert hef­ur verið hingað til. Hér hafa ýms­ir aðilar stuðlað að upp­lýstri umræðu um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Hæst ber sam­tök á borð við Varðberg, Nex­us og loks Alþjóðamála­stofn­un Há­skóla Íslands.

Við höf­um í gegn­um tíðina eft­ir­látið öðrum ríkj­um að móta varn­ar­stefnu fyr­ir Ísland, enda hafa aðrir haft til þess betri þekk­ingu en við. Þessu þarf að breyta til lengri tíma. Við þurf­um að byggja upp þekk­ingu á ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um hér á landi þannig að við séum bet­ur í stakk búin til að taka ákv­arðarn­ir, móta framtíðar­stefnu og tak­ast á við þær áskor­an­ir sem bíða okk­ar í alþjóðamál­um.

Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. apríl sl.