Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, kynnti í morgun kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar við lófaklapp fjölmennum fundi í Iðnó. Fundargestir voru á fjórða hundrað talsins. Um er að ræða sjö kosningaloforð sem boða grundvallarbreytingar í málaflokkum er snerta alla borgarbúa.

 Kosningaloforðin:

  • 2.000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári á kjörtímabilinu
  • Ferðatími til og frá vinnu styttist um 20%
  • Fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri
  • Öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur
  • Svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk
  • Reykjavík verði grænasta borg í Evrópu
  • Styttum afgreiðslutíma í kerfinu um helming

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2018

Myndir frá fundinum má finna hér.