Ágúst Sigurðsson efstur í prófkjörinu í Rangárþingi ytra
'}}

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, náði fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra með 82,2% atkvæða. Í öðru sæti er Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi, með 66,4% atkvæða. Í þriðja sæti hafnaði Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri og formaður byggðarráðs, með 41,5% atkvæða. Í fjórða sætinu er Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar, með 49,4% atkvæða.

11 þátttakendur voru í prófkjörinu (sjá hér) og niðurstöður í efstu 7 sætum fylgja hér að neðan:

  1. Ágúst Sigurðsson með 208 atkvæði í 1. sæti
  2. Björk Grétarsdóttir með 168 atkvæði í 1. – 2. sæti
  3. Haraldur Eiríksson með 105 atkvæði í 1. – 3. sæti
  4. Hjalti Tómasson með 125 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Helga Fjóla Guðnadóttir með 108 atkvæði í 1. – 5. sæti
  6. Hugrún Pétursdóttir með 126 atkvæði í 1. – 6. sæti
  7. Hrafnhildur Valgarðsdóttir með 154 í 1. – 7 . sæti

Prófkjörið fór fram í dag, 14. apríl, og var kjörsókn 57%.