Listi Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð

Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og lögfræðingur, er oddviti D-listans í Borgarbyggð fyrir komandi kosningar. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur og skrifstofustjóri, er í öðru sæti.

Sigurður Guðmundsson, íþróttafræðingur, er í þriðja sæti, Axel Freyr Eiríksson, kennaranemi, er í fjórða sæti og Sigurjón Helgason, bóndi, er í fimmta sæti. Í heiðurssætinu er Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri. 11 karlar og 7 konur skipa listann.

Listinn í heild:

  1. Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og lögfræðingur, Signýjarstöðum í Hálsasveit.
  2. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur og skrifstofustjóri, Borgarnesi.
  3. Sigurður Guðmundsson, íþróttafræðingur, Hvanneyri.
  4. Axel Freyr Eiríksson, kennaranemi, Ferjukoti.
  5. Sigurjón Helgason, bóndi á Mel í Hraunhreppi.
  6. Haraldur M. Stefánsson, grasvalla- og íþróttafræðingur, Borgarnesi.
  7. Gunnar Örn Guðmundsson, dýralæknir, Hvanneyri.
  8. Heiða Dís Fjeldsted, bóndi og reiðkennari, Ferjukoti.
  9. Bryndís Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og bústjóri, Dal í Reykholtsdal.
  10. Sigurþór Ágústsson, verkamaður, Borgarnesi.
  11. Íris Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur, Bifröst.
  12. Fannar Þór Kristjánsson, smiður, Borgarnesi.
  13. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
  14. Þorlákur Magnús Níelsson, matreiðslumeistari, Borgarnesi.
  15. Guðrún María Harðardóttir, fv. póstmeistari, Borgarnesi.
  16. Magnús B. Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.
  17. Ingibjörg Hargrave, húsmóðir, Borgarnesi
  18. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Borgarnesi.