Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður og bæjarfulltrúi leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, fjármálastjóri, Einar Brandsson, tæknifræðingur og bæjarfulltrúi, er í þriðja sætinu.
Ólafur Adolfsson, lyfsali og formaður bæjarráðs er í fjórða sætinu og Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi er í fimmta sætinu.
Á listanum eru 8 konur og 10 karlar.
Listinn í heild:
- Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður og bæjarfulltrúi
- Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, fjármálastjóri
- Einar Brandsson, tæknifræðingur og bæjarfulltrúi
- Ólafur Adolfsson, lyfsali og formaður bæjarráðs
- Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
- Kristjana Helga Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur
- Stefán Þór Þórðarson, bifreiðastjóri
- Aldís Ylfa Heimisdóttir, nemi
- Carl Jóhann Gränz, vaktmaður
- Ester Björk Magnúsdóttir, viðburðastjóri
- Ingþór Bergmann Þórhallsson, verslunarstjóri
- Rúna Björg Sigurðardóttir, einkaþjálfari
- Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi og verkamaður
- Ólöf Linda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
- Daníel Þór Heimisson, nemi
- Ólafur Grétar Ólafsson, fv. skrifstofumaður
- Eiríkur Jónsson, sjómaður
- Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar