Gestur Þór Kristjánsson, húsasmíðameistari, skiptar efsta sætið á D-lista Sjálfstæðismanna í Ölfusi fyrir komandi kosningar. Listinn er skipaður 7 konum og 7 körlum, fólki með fjölbreytta starfsreynslu og menntun. Rakel Sveinsdóttir skipar annað sæti listans og Grétar Ingi Erlendsson það þriðja. Í heiðurssætinu er Einar Sigurðsson, athafnamaður. Meðalaldur listans er 43,1 ár, yngsti frambjóðandinn er 19 ára og sá elsti er 75 ára.
Listinn í heild:
1. Gestur Þór Kristjánsson (45), húsasmíðameistari
2. Rakel Sveinsdóttir (47), atvinnurekandi
3. Grétar Ingi Erlendsson (34), meðeigandi og markaðs-/sölustjóri
4. Steinar Lúðvíksson (34), hópstjóri og ráðgjafi
5. Kristín Magnúsdóttir (41), fjármálastjóri
6. Sesselía Dan Róbertsdóttir (19), nemi
7. Eiríkur Vignir Pálsson (42), byggingafræðingur
8. Sigríður Vilhjálmsdóttir (34), lögmaður
9. Björn Kjartansson (50), atvinnurekandi
10. Elsa Jóna Stefánsdóttir (36), þroskaþjálfi
11. Írena Björk Gestsdóttir (20), nemi
12. Sigurður Bjarnason (73), skipstjóri
13. Sigríður Lára Ásbergsdóttir (54), sérfræðingur og atvinnurekandi
14. Einar Sigurðsson (75), athafnamaður