Merkingarlaus stjórnskipulegur fyrirvari?

Óli Björn Kárason þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

„Þegar um svona mál er að ræða á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyr­ir­vari sem menn gera í Evrópusam­vinn­unni, að þeir hafa ekki að stjórn­skip­un­ar­lög­um heim­ild til að skuld­binda Ísland við samn­inga­borðið úti í Brus­sel án aðkomu Alþing­is. Það er nú aðal­atriðið varðandi fyr­ir­var­ana.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, þegar hann svaraði 22. mars sl. óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn um þriðju orku­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Til­efnið var samþykkt lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem seg­ir:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafn­ar frek­ara framsali á yf­ir­ráðum yfir ís­lensk­um orku­markaði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Um­mæli sem norsk­ir fjöl­miðlar höfðu eft­ir þeim er hér held­ur um penna að lokn­um lands­fundi urðu ekki til að róa þá sem leita lausna á öll­um verk­efn­um okk­ar Íslend­inga úti í Brus­sel. Ég benti á hið aug­ljósa: Á Alþingi og ekki síst inn­an stjórn­ar­flokk­anna þriggja séu vax­andi efa­semdir um orkutilskipun­ina.

Orku­mál á Íslandi og innri markaður

Í viðtali við frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins, nokkr­um dög­um síðar, spurði ég ein­faldr­ar spurn­ing­ar:

„Af hverju þurfa orku­mál á Ísland að vera hluti af ein­hverj­um innri markaðsmá­l­um Evrópusambandsins? Það er ekk­ert sem seg­ir það með svipuðum hætti að það á ör­ugg­lega við um fjár­mála­markaðinn.“

Spurn­ing­in er eðli­leg og í takt við efa­semd­ir for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins um fyr­ir­komu­lag orku­mála á EES-svæðinu. „Velt­um því fyr­ir okk­ur hvað við höf­um með það að gera á innri markaði Evr­ópu að vera að ræða raf­orku­mál sem eru í ein­angruðu mengi á Íslandi úti í Brus­sel,“ sagði Bjarni Benediktsson þegar hann svaraði áður­nefndri fyr­ir­spurn. Hann velti því fyr­ir sér hvað Íslend­ing­ar hefðu „með það að gera að vera að ræða við önn­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins raf­orku­mál af eyj­unni Íslandi“:

„Er það mál sem varðar innri markaðinn með bein­um hætti, þegar eng­in er teng­ing­in? Eða treyst­um við okk­ur til þess að skipa end­an­lega þeim mál­um sem varða ís­lensk­an raf­orku­markað til lykta á okkar for­send­um eins og Alþingi kýs?“

Þetta er kjarni máls­ins og spurn­ing­ar for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins eru „mjög verðugar mik­ill­ar umræðu hér í þing­inu“, eins og hann komst að orði.

Í viðtali við Rík­is­út­varpið hélt ég því fram að það væri „full­kom­lega eðli­legt og það væri ábyrgðarlaust af okk­ur sem þing­mönn­um að taka ekki umræðuna, ann­ars veg­ar þriðju til­skip­un­ina um orku­mál en líka að ræða það hvort hags­mun­um okk­ar er bet­ur borgið utan hins sam­eig­in­lega orku­markaðar eða inn­an“.

Hæp­in full­yrðing – í besta falli

Í frétta­skýr­ingu Viðskipta­blaðsins fyrir nokkru er full­yrt að þriðja orku­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins hafi lít­il áhrif hér á landi – mik­ils­verðir orku­hags­mun­ir séu ekki í húfi. Vitnað er í svör utanríkisráðuneyt­is­ins þessu til stuðnings. Hér er ekki rúm til að draga fram hversu hæp­in (í besta falli) fullyrðing­in er.

Skipu­lag orku­mála skipt­ir okk­ur Íslend­inga miklu, hef­ur veru­leg áhrif á sam­keppn­is­hæfni atvinnulífsins og bein áhrif á lífs­kjör al­menn­ings. Verði af lagn­ingu sæ­strengs – líkt og marg­ir von­ast til – mun ís­lenski orku­markaður­inn falla und­ir valdsvið ACER (Agency for the Cooperati­on of Energy Reg­ulators), eft­ir­lits­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. ACER fær meðal ann­ars vald til að úr­sk­urða í ágrein­ings­mál­um. (Sæ­streng­ur milli Íslands og Bret­lands er á lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir mik­il­væg innviðaverk­efni í orku­mál­um.)

Hrein orka er ein dýr­mæt­asta auðlind okk­ar Íslend­inga. Raf­orku­vinnsla á íbúa er hvergi meiri en hér á landi og yfir helm­ingi meiri en í Nor­egi. Í skýrslu ferða-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra um raforkumál, sem lögð var fram í mars, koma þess­ar upp­lýs­ing­ar fram. Kan­ada og Finn­land eru í þriðja og fjórða sæti, langt á eft­ir okk­ur Íslend­ing­um. Að full­yrða að skipu­lag orku­mála, hvernig og hvort við aðlög­um ís­lenskt reglu­verk að orku­til­skip­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins, hafi ekki mik­il áhrif hér á landi, er í besta falli sér­kenni­legt og í versta falli hættu­legt.

Ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar?

Inn­an skamms verður Alþingi að taka af­stöðu til þess hvort falla eigi frá stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðju orku­til­skip­un­ar­inn­ar. „Stilli Alþingi sér á móti pakk­an­um gæti það þó haft ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar fyr­ir EES-sam­starfið, að sögn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir Viðskipta­blaðið.

Sam­kvæmt EES-samn­ingn­um er stjórn­skipu­leg­ur fyr­ir­vari gagn­vart ákvörðunum sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þegar laga­breyt­ing­ar eru nauðsyn­leg­ar. Fyr­ir­var­inn þýðir að þjóðþing EFTA-ríkj­anna þurfa að samþykkja til­skip­an­ir – aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um. Ef rétt er að það hafi „ófyrirséðar af­leiðing­ar“ ef Alþingi aflétti ekki fyr­ir­vara gagn­vart til­skip­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins (í þessu til­felli vegna þriðju orku­til­skip­un­ar­inn­ar) þýðir það í raun að stjórn­skipu­leg­ur fyr­ir­vari er merking­ar­laus. Þjóðþing EFTA-ríkj­anna eru áhrifa­laus – neydd til að skrifa und­ir til­skip­an­ir því annað hefði „ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar“ á EES-samn­ing­inn. Þannig er ákvæði 103 gr. EES-samn­ings­ins dauður bók­staf­ur.

Þessi túlk­un á ákvæðum samn­ings EFTA og ESB get­ur varla verið rétt enda um leið verið að halda því fram að þjóðþing Nor­egs, Liechten­stein og Íslands séu aðeins vilja­laus verk­færi sem neydd eru til að fara eft­ir forskrift emb­ætt­is­manna. Sem þingmaður get ég aldrei tekið und­ir slík­an skiln­ing á eðli EES-samn­ings­ins.

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, hef­ur bent á að í raun hafi aldrei tek­ist að hrinda nægi­lega vel í fram­kvæmd „sjálf­stæðri stefnu í sam­skipt­um við ESB á grund­velli EES-samn­ings­ins“. Í dagbókarfærslu í fe­brú­ar hélt Björn því fram að verði viður­kennt „meira svig­rúm til að hafna innleiðingu ESB-reglna fell­ur það að helstu gagn­rýn­inni á EES-fyr­ir­komu­lagið eins og það er nú – þetta svig­rúm er þó einskis virði sé aldrei gerð til­raun til að nýta það og henni fylgt eft­ir á skipu­leg­an hátt“.

Þegar Alþingi fær það verk­efni að fjalla um þriðju orku­til­skip­un­ina verða þing­menn að vega og meta hags­muni Íslands. Þeir verða að svara þeirri spurn­ingu hvernig hags­mun­ir lands og þjóðar séu best tryggðir. Þjón­ar það hags­mun­um okk­ar að samþykkja þriðju til­skip­un­ina? Er best fyr­ir Íslend­inga að standa utan innri markaðar Evr­ópu þegar kem­ur að orku­mál­um? Hvaða rök eru fyr­ir því „að ræða raf­orku­mál sem eru í ein­angruðu mengi á Íslandi úti í Brus­sel?“ eins og Bjarni Bene­dikts­son spurði.

Þetta eru nokkr­ar þeirra spurn­inga sem þing­menn þurfa að svara án þess að hræðast áróður eða hótan­ir um að það hefði „ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar“ ef þeir ákveða að nýta sér full­veld­is­rétt­inn, sem gengið er út frá að sé í gildi, meðal ann­ars í EES-samn­ingn­um sjálf­um.