Anton Kári leiðir í Rangárþingi eystra

Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, er oddviti D-listans í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Á listanum er jafnt kynjahlutfall, 7 konur og 7 karlar með víðtæka reynslu. Yngsti frambjóðandinn er tvítugur og sá elsti er 78 ára.

Listinn í heild sinni:

 1. Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
 2. Elín Fríða Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
 3. Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi / ferðaþjónustubóndi
 4. Harpa Mjöll Kjartansdóttir, ferðaskipuleggjandi / klæðskeri- og kjólasveinn
 5. Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir, hótelstjóri
 6. Baldur Ólafsson, skólabílstjóri
 7. Esther Sigurpálsdóttir, bóndi
 8. Kristján Friðrik Kristjánsson, véliðnfræðingur / rekstrarfræðingur
 9. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, laganemi
 10. Bragi Ágúst Lárusson, smiður / nemi
 11. Ragnheiður Jónsdóttir, starfsmaður á hjúkrunar- og dvalarheimili
 12. Páll Eggertsson, bóndi
 13. Heiða Scheving, ferðaþjónustubóndi
 14. Svavar Hauksson, símvirki / ellilífeyrisþegi