Fundur um samgöngumál

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til félagsfundar miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 20:00 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Gestur fundarins: Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur.

Dagskrá:

  1. Samgöngumál
  2. Önnur mál

Ólafur verður með framsögu um samgöngumál sem varða m.a. beina hagsmuni Seltirninga t.d. með tilliti til forgangsaksturs, hugmyndir um borgarlínu o.fl.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin.