Miðaldra hægrisinnaður karl

Óli Björn Kárason þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

Fólkið sem dug­leg­ast er að kenna sig við umb­urðarlyndi og skreyta sig með frjáls­lyndi virðist hafa litla þol­in­mæði fyr­ir and­stæðum skoðunum, allra síst miðaldra karla. Ég fæ ekki bet­ur séð en að þeir sem helst af öllu vilja væng­stýfa miðaldra karl­menn – ekki síst þá sem hafa unnið sér það til óhelgi að vera hægris­innaðir – séu í and­leg­um tengsl­um við þá sem leggja hart að sér að grafa und­an til­trú á ein­stak­ling­inn og frjálst fram­tak. Í hug­ar­heimi þeirra er flest það sem ís­lenskt er bæði nei­kvætt og hallæris­legt enda þjá­ist Íslend­ing­ar af „menn­ing­ar­legri ein­angr­un­ar­hyggju“. Ísland er sagt „ónýtt“ og nafn­greind­ir ein­stak­ling­ar eiga að „éta skít“. Fyrr­ver­andi flokks­formaður og ráðherra tal­ar um ís­lenska „banana­lýðveldið“. Þeir sem vilja draga fram hið já­kvæða eru óðar sakaðir um þjóðrembu og hroka.

Límmiða-póli­tík­in hef­ur tekið yfir rök­ræðuna. Póli­tísk­ir and­stæðing­ar eru „brenni­merkt­ir“.

Föstudaginn 23. mars hófst þriðja umræða um frum­varp til breyt­inga á lög­um um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna þar sem lagt er til að kosn­inga­ald­ur verði lækkaður í 16 ár. Eft­ir nokkra umræðu tók for­seti Alþing­is þá ákvörðun að fresta umræðunni fram yfir páska. Þar með virðist ljóst að lækk­un kosn­inga­ald­urs nær ekki fram að ganga fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í maí, líkt og marg­ir höfðu von­ast eft­ir.

Þegar þing­menn tóku til máls við þriðju umræðu féll það ekki í kramið hjá öll­um. Þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði á fés­bók að ástandið væri „ótrú­legt“ og í þingsal færi „fram málþóf miðaldra karla úr Sjálf­stæðis­flokki og Miðflokki til að koma í veg fyr­ir að meiri­hluti þings fái að greiða at­kvæði með lækk­un kosn­inga­ald­urs“. Eft­ir að ljóst varð að frum­varpið yrði ekki af­greitt fyr­ir páska sagði for­ystumaður ungra jafnaðarmanna í sam­tali við Morg­un­blaðið það „ótta­lega sorg­legt hvernig þetta fór; stöðvað af nokkr­um miðaldra körl­um“. Djúp­vit­ur álits­gjafi hélt því fram að sér­stakt málþóf hefði verið stundað af miðaldra körl­um úr Sjálf­stæðis­flokki, Miðflokki og Flokki fólks­ins – knún­um áfram af ótta við ungt fólk.

Límmiða-póli­tík­in krefst þess ekki að reynt sé að varpa ljósi á mál­efnið, hvað þá að rök­semd­um and­stæðra sjón­ar­miða sé mætt með mótrök­um.

Kosn­inga­rétt­ur og ábyrgð

Fæst­ir þeirra þing­manna sem lögðust gegn samþykkt frum­varps­ins eru and­víg­ir því að lækka kosn­inga­ald­ur­inn. Gagn­rýn­in er margþætt, ekki síst að í besta falli sé óeðli­legt að ósjálfráða ein­stak­ling­ur hafi kosn­inga­rétt. Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gerði ágæt­lega grein fyr­ir þessu þegar hann sagði í at­kvæðaskýr­ingu við aðra umræðu:

„Ég hef alltaf litið þannig á að kosn­inga­rétt­in­um fylgi mik­il ábyrgð. Ef menn eru sam­mála mér um það verður það auðvitað að vera þannig að þeir sem eru 16 ára og eiga að fá kosn­inga­rétt geti tekið ábyrgð á öðru í lífi sínu. Ég er al­veg til­bú­inn að fall­ast á að menn geti kosið 16 ára. En ég vil þá að fólk sé lögráða 16 ára. Það er langeðli­leg­ast, þ.e. ef við telj­um að kosn­inga­rétt­in­um fylgi ein­hver ábyrgð.“

Rauði þráður­inn í mál­flutn­ingi þeirra sem sakaðir voru um málþóf er að sam­hliða lækk­un kosn­inga­ald­urs sé nauðsyn­legt að horfa til víðtæk­ari sam­ræm­ing­ar á rétt­ind­um og skyld­um ungs fólks. Í nefndaráliti Brynj­ars Ní­els­son­ar og und­ir­ritaðs er því haldið fram að mörg rök hnígi að því „að því að lækka kosn­inga­ald­ur í 16 ár“, en það sé í besta falli sér­kenni­legt að kosn­inga­ald­ur sé mis­jafn eft­ir því um hvaða kosn­ing­ar er að ræða. Við fé­lag­ar telj­um einnig nauðsyn­legt að lækka kjörgengisald­ur til sam­ræm­is við kosn­inga­ald­ur: „Hið sama á við um sjálfræðis­ald­ur, enda er for­senda þess að ein­stak­ling­ur setj­ist á Alþingi eða í sveit­ar­stjórn að hann sé sjálfráða.“

Það er um­hugs­un­ar­vert að heit­ustu tals­menn þess að lækka kosn­inga­ald­ur­inn í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um eru lítt hrifn­ir af því að lækka einnig sjálfræðis­ald­ur­inn. Eru því ekki fylgj­andi að ung­menni geti gert skuld­bind­andi lög­gjörn­inga og tekið aukna ábyrgð á eig­in lífi. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur hins veg­ar nauðsyn­legt að ræða „hvort ástæða sé til að taka öll hin ólíku rétt­indi sem varða börn sam­kvæmt lög­um til skoðunar um leið og við velt­um fyr­ir okk­ur hvernig við get­um fengið þau til frek­ari þátt­töku um nærum­hverfi þeirra“.

Ráð sér­fræðinga hundsuð

Þeir sem gengu harðast fram gegn dóms­málaráðherra og höfðu stór­yrði um að ráðherra hefði átt að fara eft­ir ráðlegg­ing­um sér­fræðinga ráðuneyt­is­ins sneru blaðinu við í umræðum um lækk­un kosn­inga­ald­urs. Nú skyldi hafa ábend­ing­ar og ráðlegg­ing­ar sér­fræðinga í sama ráðuneyti að engu. Viðvar­an­ir væru létt­væg­ar og skiptu engu. Með sama hætti átti að virða ósk­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að vett­ugi.

Í um­sögn sér­fræðinga dóms­málaráðuneyt­is­ins um frum­varpið sagði meðal ann­ars:

„Fram­kvæmd sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga er fyrst og fremst á sveit­ar­stjórn­arstig­inu þannig að hit­inn og þung­inn af fram­kvæmd kosn­ing­anna lend­ir þar. Grund­vall­ar­breyt­ing­ar á lög­um svo skömmu fyr­ir kosn­ing­ar skapa hættu á að mis­tök verði í fram­kvæmd og mis­tök geta haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar á gildi kosn­inga.“

Sama dag og þriðja umræða um frum­varpið hófst samþykkti stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sér­staka bók­un sem var send for­manni og vara­for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Var þess farið á leit að bók­un­inni yrði komið á fram­færi við alla alþing­is­menn, fyr­ir at­kvæðagreiðslu um breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um. Í bók­un­inni var ekki tek­in efn­is­leg afstaða til þess að lækka kosn­inga­ald­ur­inn en sagt „var­huga­vert að samþykkja breyt­ing­ar á lög­um um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna nú þegar rúm­lega tveir mánuðir eru til kosn­inga“:

„Stjórn­in bend­ir á leiðbein­ing­ar frá Evr­ópuráðinu þar sem fram kem­ur að stöðug­leiki er mik­il­væg­ur varðandi kosn­inga­lög­gjöf og tel­ur að stjórn­völd og Alþingi eigi að starfa út frá þeirri meg­in­reglu að ekki séu gerðar meiri­hátt­ar breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um þegar minna en eitt ár er til kosn­inga.“

Ekki einu sinni um­sögn umboðsmanns barna náði að hafa áhrif en þar sagði meðal ann­ars:

„Frá 16 til 18 ára aldri eru ein­stak­ling­ar börn og því í for­sjá for­eldra eða annarra for­sjáraðila. Mik­il­vægt er að lög­gjaf­inn meti hvort for­sjáraðili geti með ein­hverj­um hætti haft áhrif á kosn­inga­rétt barna við nú­ver­andi aðstæður, til dæm­is um aðgengi að upp­lýs­ing­um fyr­ir kosn­ing­ar. Má í þessu sam­bandi nefna send­ingu mark­pósta, aðgang stjórn­mála­flokka að skól­um eða nem­enda­fé­lög­um, til dæm­is grunn­skól­um, en lækk­un kosn­inga­ald­urs mun hafa í för með sér að hluti 10. bekk­inga öðlast kosn­inga­rétt. Mik­il­vægt er að tryggt sé að for­eldr­ar geti ekki með ein­hverj­um hætti haft áhrif á kosn­inga­rétt barna verði kosn­inga­rétt­ur lækkaður.“

Límmiða-póli­tík

Kosn­inga­rétt­ur er órjúf­an­leg­ur hluti lýðræðis­ins og þess vegna verður að und­ir­búa all­ar breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um af kost­gæfni og með góðum fyr­ir­vara. Það eru ekki aðeins miðaldra karl­ar á þingi sem þurfa að vera sann­færðir um að breyt­ing­arn­ar verði ekki til þess að kosn­ing­arn­ar nái ekki fram að ganga með eðli­leg­um hætti. Og varla get­ur það tal­ist til eft­ir­breytni að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um án umræðu eða án þess að gera til­raun til að tryggja að sæmi­legt sam­ræmi sé í hlut­un­um.

En límmiða-póli­tík­in hef­ur ekki áhuga á umræðunni eða gæta þess að sam­ræmi sé í lög­gjöf til að koma í veg fyr­ir vanda­mál og þversagn­ir. Pró­fess­or, sem legg­ur að því er virðist meiri áherslu á merkimiða en fræðimennsku, blandaði sér í umræðuna um lækk­un kosn­inga­ald­urs. Um smekk­leg­heit manns sem hef­ur látið sig dreyma í ára­tugi um að njóta virðing­ar sem fræðimaður dæma aðrir en sá er hér held­ur um penna:

„Sjálf­stæðis­menn sem tala um lýðræði orka nú orðið á mig eins og nas­ist­ar að aug­lýsa gasgrill.“

Með and­stæðinga af þessu tagi er það nokkuð ánægju­legt að vera miðaldra hægris­innaður karl.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 28. mars 2018.