Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir endurkjörin ritari Sjálfstæðisflokksins

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður, var í dag endurkjörin ritari Sjálfstæðisflokksins með 93,5% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll.

Alls greiddu 752 atkvæði í ritarakjörinu og hlaut Áslaug Arna 664 af þeim. Aðrir hlutu 46 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 42.