Ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að tillögu efnahags- og viðskiptanefndar, að lækka skyldi skatta og einfalda skattkerfið. Jafnframt að tryggja þyrfti dreift eignarhald á stórum bönkum og að jóst væri að bankar störfuðu á eigin ábyrgð, ekki ábyrgð skattgreiðenda. Þá var kveðið á um aukið frelsi í lífeyriskerfinu og að dregið verði úr tekjutengingum, en sömuleiðis að lykilinn að stöðugleika væru gott samspil kjarasamninga, ríkisfjármála og peningastefnu. Vikið var að vaxtastefnunni og að draga yrði úr vaxtamun milli Íslands og helstu viðskiptalanda.

Ályktun nefndarinnar í heild má finna hér.